Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1906, Page 63

Skírnir - 01.01.1906, Page 63
Skirnir. TJr trúarsögu Forn-íslendinga. 6.Í fyrst og fremst kirkjunni og trúnni að þakka. Á síð- ustu 2—300 árum hafa framfarir Evrópu í mannúð óefað- verið miklu meiri en um 16—17 aldir þar á undan; en varla mun nokkur treysta sér til að halda því fram, að- efling kirkju og trúar sé þaö, sem einkum einkenni 2 eða 3 siðastliðnar aldir, og að trúin hafi því á þessurn 200 árum getað áorkað meiru í þessu efni en um nærfelt 1700 ár áður. Eg hef minst á þessa viðburði frá því tímabili er trúin er orðin einvöld á landi hér, til þess að sýna hinn feiknarmikla mun á því, sem áður var. Er það auðvitað einkum saga 13. aldarinnar, sem hjálpar oss til að skilja þennan mikla mun. Þrettánda öldin er nokkurs konar ragnarök fyrir hið forna Island, og líklega eitthvert fróð- legasta tímabilið i trúarsögu þjóðarinnar. Blóðvellir Sturl- unga-aldarinnar veita afbragðs færi á að sjá hvernig menn voru inn við beinið i trúarefnum. En því miður verð eg i þessari stuttu ritgerð að leiða hjá mér trúarsögu 13. aldarinnar að mestu leyti; væri þar efni i heila bók, og vonandi verður sú bók rituð af einhverjum, sem auk annars er við þarf hefir meiri sögu- fróðleik til að bera en höfundur greinar þessarar. Áður eg lýk máli mínu, verð eg þó að minnast á fátt eitt af þvi sem gerist um aldamótin 1200. Þórðarsynir, Hákon og Hildibrandur, og Arnþrúðar- synir, Snorri, Þorsteinn og Brandur, sem verið höfðu að brennu önundar Þorkelssonar í Lönguhlíð, eru handtekn- ir í Laufási haustið 1198. Brandur kemst af snarræði i kirkju23). »En þeir bræðr, Þorsteinn ok Snorri, bjoggusk við lifláti, þógu sér ok kembdu, og bjoggusk sem til fagn- aðar væri at fara. Þá mælti Snorri: »Þat vilda ek,« segir hann, »at ek væra fyrr af lífi tekinn en Þorsteinn, því at ek treystumk hónum betr at hann mundi fyrir- gefa, þótt hann sæi mik af lífi tekinn.« Þá mæltu menn Þorgríms, »at festa skyldi fyrir augu þeim nökkut. En þeir svöruðu,« ok kvóðusk eigi þurfa að láta binda fyrir augu sér sem þjófum; kvóðusk opt hafa vápn sét.« Síðan eru þeir höggnir.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.