Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1906, Page 65

Skírnir - 01.01.1906, Page 65
.Skírnir. Úr trúarsögu. Forn-íslendinga. 65 vakir fyrir honum þegar hann biður þess að hann sé stangaður til bana, liklega í þeirri von, að hann verði þá fremur »hjálparmaðr«, sé honum goldið líku líkt. Eftir að Hákon hafði fengið Gruðrúnar, var hann við hana harður, »ok kvað sér skyldu eigi þat verða, at hennar menn stæði yfir höfuðsvörðum hans«26). Og bar þó á það skerið fyrir honum, eins og áður er sagt. Liklega kýs Hákon Sigurð Grikk helzt fyrir banamann sinn í þeirri von, að hann muni fá þess grimm gjöld annars heims, er hann launaði svo gott með illu. Hugmynd Hákonar Þórðarsonar, að bæta fyrir sér og öðrum með því að láta höggva af sér hönd og töt, kemur enn þá betur fram á öðrum blóðvelli, nokkrum árum seinna. Sveinn hét maður, Jónsson, og var nefndur sveitar- "bót; heflr hann þó líklega ekki fengið það frægðarnafn fyr en dauður, og einmitt af lífláti sínu. Sveinn var einn af köppum Guðmundar biskups Arasonar, og er til þess tekið hve vel hann hafi gengið fram í Víðinesbardaga, þar sem Kolbeinn Tumason féll. Vorið eftir fall Kolbeins veittu höfðingjar biskupi heimsókn á staðinn; varð þar fremur lítið um varnir og gengu »í kirkju til friðar þeir menn er sér þótti óvænt til griða«. Sveinn Jónsson var einn í þeirra tölu. Snorri Sturluson býður nú biskupi til sín og »ferr biskup brott með hónum þann dag. En er biskup var í brott, gengu þeir Arnórr í kirkju með vápnum ok eggja hina út er inni vóru, ok þeir þóttusk mestar sakir við eiga, ella kvóðusk þeir mundu sækja þá eðr svelta í kirkjunni«. Þá tók Sveinn Jónsson til orða: »’göra mun ek kost á út at gangab Þeir spurðu hverr sá væri. ’Ef þér limit mik at höndum ok fótum áðr þér hálshöggit mik‘. En þessu var hónum játað. Gekk hann þá út ok allir þeir; þvíat þeir vildu ekki at kirkjan saurgaðisk af þeim eða þeirra blóði. Allir géngu slyppir út. Var Sveinn þá limaðr ok saung meðan Ave Maria. Síðan rétti hann hálsinn undir höggit; ok var all-mjök lofuð hans hreysti«27). 5

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.