Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1906, Side 91

Skírnir - 01.01.1906, Side 91
Skirnir. Oblátudósirnar frá Bessastaðakirkju. 91 jan ætti að balda sínum grip. Til miðlunar gaf eg kost á því ef til kæmi, að ljá honum dósirnar til að láta gera eftir þeim eftirlíking, er hann svo gæti haft í safni sínu. En það vildi hann ekki láta sér nægja. Aft- ur á móti lýsti hann yfir því, að hann ætlaði sér ekki að svifta landið dósunum; forngripasafnið skyldi eignast frumgripinn eftir daga þeirra hjóna. Með því tveir þingmenn, — annar fyrir annara hönd, hinn fyrir sjálfan sig — höfðu þá leitað þeirra mála við mig að selja sér Bessa- staðaeignina, ef eg yrði eigandi hennar og seldi haua aftur, og annar þeirra hafði heint tekið fram, að hann mundi ekki setja fyrir sig, þótt úskilin yrði sómasamleg og fullnægjandi viðgerð við kirkjuna — þóttist eg nú staddur sem við stjórnvöl á skipi með góða gripi innanborðs, en mætti búast við skipbroti nema eg varpaði út einum bezta gripnum, þó með nokkurn veginn vissu fyrir öðrum grip af sömu gerð litlu síðar, og um það, að sá er út væri varpað næðist og upp jafngóður nokkuð löngu siðar. Og eg réð af að lofa að varpa gripnum út, þótt mér væri það óljúft. Eg lofaði Vidalín þvi, að ef hann slepti kauprétti sinum til Bessastaða, og eg yrði eigandi þeirra, sem eg þá ekki hafði neina vissu fyr- ir, þá skyldi eg láta af hendi við hann dósirnar, gegn því, að hann stæði við iilboð sin. Bundum við þetta fastmælum. Skömmu eftir að eg var orðinn eigandi Bessastaða afhenti eg honum svo dósirnar, Jón konsúll Vídalin hefir drengilega efnt loforð sín. Prumgripinn hafa þau hjón testamenterað forngripasafni landsins, og er hann er þang- að kominn, geta hlutaðeigandi yfirvöld látið safnið hafa skifti við kirk- juna, ef þeim sýnist svo. En i Bessastaðakirkju er eftirmyndin, gerð úr skíru silfri, gylt utan og innan, og svo vel gerð, að örðugt, ef ekki ómögulegt, mun vera að þekkja dósirnar að. Bessastaði seldi eg Skúla ritstjóra Thoroddsen 6. maí 1898 með sama verði og eg keypti, og að auki með svofeldri skuldbindingu: „Eg undirritaður Skúli ritstjóri Thoroddsen á Isafirði, sem sam- kvæmt afsalsbréfi aags. i dag, er orðinn eigandi kirkjunnar á Bessastöð- um, lofa hér með og skuldbind mig til, að láta gera við nefnda kirkju sumarið 1899, svo, að hún utan húss og innan verði í góðu standi. Bregðist þetta loforð mitt, skal sóknarprestinum i Grörðum heimilt, að láta upp á minn kostnað framkvæma slika viðgerð við nefnda kirkju sumarið 1900, eftir reikningi, fyrir alt að 3000 kr, og skal þá jörðin Bessastaðir standa að veði fyrir þeirri upphæð, næst eftir það, sem þá kann að verða ógoldið af veðskuld þeirri, sem nú hvilir á jörðinni til Landsbankans11. Görðum á Alftanesi 6. 1898 Vottar: Skúli Thoroddsen. Sumarliði Sæmundsson, Þorgils Isleiksson. Þetta loforð efndi hann hið tilskilda sumar með fullum skörung- «kap, og kostaði kirkjuviðgerðin yfir 5000 krónur.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.