Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1906, Page 1

Skírnir - 01.08.1906, Page 1
Skirnir. Á fjörunni. Eftir Jón Teausta. Sigmundur gamli vökumaður var að staulast »út á fjöruna«, þangað sem hann átti að fara til að vaka yfir varpinu. Þótt ekki sæi hann vel, sá hann það þó á öllum merkjum, að hann hafði ekki sofið of lengi, »sofið yfir sig«, eins og kallað er. En það er svo hætt við því, þegar fjaran er seinni part nætur, og vökumaðurinn þarf á fætur um miðja nótt. En það var fióð alveg upp í árósinn; vaðlarnir voru .allir í kafi, og hvergi sá á þang á skerjunum og flúðun- um. Gfrandinn fram í varpeyjuna var líka í kafi, svo það var breitt sund út i eyjuna, fulldjúpt fyrir meðal hafskip. Sigmundur gamli var því ánægður. Hann var ekki orðinn of seinn. Hann sperti upp augun, þegar hann litaðist um, til að sjá sem bezt. Svo geispaði hann nokkrum sinnum, ók :Sér nokkrum sinnum, hristi úr sér hrollinn, tvíhendi prik- ið sitt og staulaðist af stað. Vaskur gamli lötraði með honum, en nauðugur þó. Það var glaðbjört vornótt, kyr og fögur, en hráslaga- köld, svo Sigmundi gamla fanst sér ekki veita af að dubba sig vel upp. Hann hafði að vísu ekki miklu til að tjalda; en hann tíndi það utan á sig, það lítið. sem það var. Hann fór í báða buxnagarmana, þá bætiu innan undir, 13

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.