Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1906, Page 2

Skírnir - 01.08.1906, Page 2
194 Á fjörunni. Skirnir, þá rifnu utan yfir; tvenna sokka innan undir skinnleist- unum og tvenna skóræfla þar utan yfir; duggarapeysu utan yflr vestið, og treyjugarm þar utanyfir; trefll marg- vafinn um hálsinn og niðurbrotna stormhúfu, alla upplit- aða. En utan yflr alt þetta steypti hann aðalverjunnir en það var gauðrifinn oliustakkur, sein hann reyrði að sér með snæri um mittið. Það hefðu því fleiri en Sigmundur heykst við að' ganga langt í slíkum týgjum. En hann átti ekki heldur að ganga lengra en út á tangann, hjá grandanum, og standa þar á verði, þar til flóð væri komið aftur. — — Annars var ekki rétt að kalla Sigmund »gamlan«;. hann var ekki nema fimtugur, og fanst hann ekki vera gamall; svo það lá við að honum væri móðgun i því, að bregða honum um aldur; andinn var enn þá ungur, að hann sagði. En það var honum ekki til móðgunar, þó liann væri kallaður aumingi, bjálfl, ræfill, eða eitthvað því um líkt, ef það að eins var gert í meðaumkunarrómi. Því hann kannaðist vel við vesalmensku sina sjálfur. Hann hafði verið lítilmenni og heilsuleysingi alla æfi, án þess hann eða aðrir vissu eiginlega hvað að honum gekk. Sjúkleikinn hafði birzt með alls konar einkennum; stund- um gróf í honum einhverstaðar, stundum var það liða- gigt, oftast var það maginn, sem eitthvað var í ólagi; þá höfuðið, þá útlimirnir, þá bakið — hvað tók við af öðru, svo Sigmundur var alt af í einhverju ólagi. Allir skottulæknar í tveim landsfjórðungum höfðu fengist við hann, og allir geflst upp. Aðrir læknar höfðu aldrei séð hann. En hvað um það. Allir sáu að Sigmundur var bjálfl, livað sem að honum gekk, og allir fundu það skyldu sína að sýna honum brjóstgæði og víkja góðu að honum. Sigmundur var fæddur og uppalinn þar í sveitinni. Hann hafði verið væskilmenni strax á unga aldri, lin- gerður og lítilsigldur og þar að auki latur til vinnu; en

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.