Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1906, Blaðsíða 39

Skírnir - 01.08.1906, Blaðsíða 39
:Skírnir. Henrik lbsen. 231 þeim iiugfæri út yfir landamæri Noregs. »Slagorð« Ibsens ýms eru heimsfræg. Þá er menn lesa ritið fyrsta sinn, eru slík orð einatt svo að segja falin í einfaldri hvers- dagslegri ræðu. En þegar leikurinn er borinn fram á sviðinu sjálfu og atburðirnir lyfta því til ljósari skilnings, sem hinn dauði bókstafur einn megnar ekki, þá koma hin einföldu orð, töluð á réttum tíma og réttum stað, með öllu aíii hins mikla skáldanda yfir áheyrendurna og brenna sig fast inn í hugina. Byggingarlist Ibsens sem leikritahöfundar stendur hæst af öllu því af sama tægi, sem menning vor þekkir. í gamanleiknum »De unges Forbund«, útkomið 1869, samið og skrifað á Italíu og Þýzkalandi, er höfundurinn enn nokkuð um of bundinn við óvild sína til ýmsra smá- þjóðarmeina heima fyrir. En i næsta riti, »Kejser og Galilæer«, útkomnu 1873, náði hann sér sjálfum út yfir hin þrengri takmörk og gat litið frjálsar á böl og bresti mannlífsins alls. Ibsen segir sjálfur, í bréfi einu 1888: »Hingað til hafði skoðun mín um heimssögu og menn verið þjóðleg skoðun. Nú gjörðist hún skoðun um mann- kynið alt, og því gat eg ritað »Kejser og Galilæer««. Ibsen dvaldi um þær mundir, sem hann öðlaðist þessa æðri sjón, í nálægð við hina miklu atburði ófriðarins milli Þjóðverja og Frakka. Frægð hans var unnin. Fjárhagur hans var tryggur, og hann gat litið með rósemi yfir stríðsöldur þær, sem verk hans reistu í dómum manna heima i Nor- egi, og því ber hann nú einnig upp frá þessu þær vörur til torgsins, sem honum sýnist sjálfum, án þess að fara að nokkru eftir hugmyndum samtíðarmanna sinna að efninu til. Einungis að forminu stóð hann fast á grundvelli hinn- ar vísindalegu listar. Og enginn hefur betur en hann náð að sameina reynslu hinna fyrstu frumhöfunda að leik- ritum, er menning vor þekkir, stig fyrir stig, við reynslu síðari höfunda, öld eftir öld, um það, hvernig leik skuli byggja. List hans hefur tekið upp í sig alt sem vert var að þekkja, og bætt við spánnýjum djörfum reglum, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.