Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1906, Page 89

Skírnir - 01.08.1906, Page 89
Skírnir. Erlend tídindi. 281 því, að dátum þótti af sér haft í brennivínsútlátum, en aðrir því, að drukkinn lögregluliði var laminn til bana. Uppreisnarmenn náðu kastalanum á sitt vald, en herskip unnu hann aftur. Leynt er farið með mannfall; en fullyrt, að það hafi mjög mikið verið af hvorumtveggja. Þeir í Sveaborg höfðu sent loftskeyti til Kronstadt um, að þar væri tekið undir lagið með þeim. Ekki stóð á því, og fór þar alt á sömu leið eða því sem næst. Það er þakkað eða eignað mest Birilew aðmírál, að gengið var milli bols og höfuðs á uppþotinu í Kronstadt, en talað um mikinn blóðvaðal eftir hann þar. Þeir sem ekki fóllu af uppreisnarmönnum, voru síðan dæmdir af lífi eða í þrælkunarvinnu. Eftir sams konar vísbending frá Sveaborg veittu sjóliðar á 2 herskipum í Kirjálabotni, Pamjat Azowa og Asía, yfirmönnum sínum atgöngu og vógu þá marga eða hneptu í fjötra, drógu því næst upp rautt merki og lótu í haf. Sumir fyrirliðarnir björguðust á land á sundi ósárir. Því næst tóku skipverjar á Pamjat til að skjóta á önnur herskip, þau er fengust ekki í lið með þeim. En þá urðu þeir missáttir, og réðu stjórnarliðar því, að lialdið var inn á höfu í Reval. Þar stukku uppreisnarmenn á land og flyðu til skógar, en sumir náðust. Þetta gerðist um mánaðamótin júh' og ágúst. Jöfnurn höndum gekk eigi á öðru fyr og síðar eu sífeldum höfðingjavígum, einkum latidstjóra og hershöfðingja; og eru þau upp talin ttokkur í annálnum á bls. 287—88. Trepoff hershöfðingja og landstjóra í Pétursborg og höfuðráðu- naut keisara utan ráðuneytis, var ætlaður bani fremstum manna og fyrstum, í miðjum júlíntán. En tilræðismenti viltust á honum og öðrum hershöfðingja, líkum í sjón, og skutu hann til bana á strætum úti í Pétursborg. Mikilfenglegast var tilræðið við otolypiti yfirráðgjafa 25. ágúst. Morðitigjarnit 4, nykomnir frá Moskva, ruddust inn í sumarhöll hans í Lyfsalaey hjá Pótursborg, fram hjá dyraverði. Þá misti sá, er fyrir þeim var, úr höndum sór sprengikúlu, er var ætluð yfirráð- gjafanum. Það var í forsal hallarinnar, og var þar saman komið margt manna, er sótt hafði hans ftttid um daginn. Þá varð voða- hvellur, og í söintt svipan var salurinn og öll framhlið hallarinnar orðið að rústurn. Þar fetigu bana morðingjarnir 3 og 24 menn aðrir, þar á meðal 2—-3 hershöfðingjar og ýmsir mikils háttar menn attk þeirra. Börn ráðgjafans 2 stórmeiddust. En sjálfan

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.