Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1906, Page 57

Skírnir - 01.08.1906, Page 57
Skírnir. íslenzk höfuðból. ii. Hólar i Hjaltadal. Hjaltadalur liggur í suðaustur upp frá botni Skaga- fjarðar. Aður en sjálfur dalurinn hefst er flatlendi nokk- urt á milli hans og fjarðarins. Hefir það til forna verið skógi vaxið og er enn kallað Brimnesskógur. Sé horft inn í dalinn úr Brimnesskógi blasir við manni fögur fjalls- hlíð inni í dalrmm, það er Hólabyrða, áður kölluð Rafta- hlíð. Undir henni norðvestan til eru Hólar. Eftir daln- um rennur á, sem heitir Hjaltadalsá, þar til í hana renn- ur önnur á sem kemur að norðan, úr Kolbeinsdal, og heitir áin eftir það Kolka. Aður var hún nefnd Kolbeinsá, og ósinn Kolbeinsárós. Eins og nafnið ber með sér stendur bærinn á Hólurn hátt, og er þaðan víðsýni nokkuð ofan dalinn og fram dalinn, sem þá beygir mjög til suðurs. Hólarnir, sem staðurinn stendur á, segja menn, að muni vera framhlaup úr norðvesturhorni Byrðunnar. Alt er túnið grætt upp úr þessum melhólum. Fyrir neðan túnið eru engjar fra-rn með ánni, og er eigi all-lítið svæði milli fjallsins og árinnar. Hafa engjarnar fyrrum verið blautar, en eru nú að miklum mun þurkaðar upp siðan búnaðar- skólinn var stofnaður á Hólum; þó eru harðlendir bakkar frarn með ánni. I allgóðu ári gefur túnið af sér nú um 1000 hesta af töðu (60 dagsl. að stærð). Af engjum fást um 2000 hestar af úthevi.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.