Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1906, Blaðsíða 72

Skírnir - 01.08.1906, Blaðsíða 72
v264 ' Sturla Sighvatsson. Skirnir. En þess verður að gæta, á hvaða tímum hann lifðí og við hverja hann átti. Hann rauf sætt á Þorvaldssonum og lét taka þá af lífi, Þórð og Snorra. En þeir Þorvaldssvnir höfðu áður gert honum heim- sókn að Sauðafelli og ætluðu að »lita lokkinn hans Dala- Freys«, eins og þeir nefndu hann. Þótti þeirn verst að Sturla var ekki heima, og gengu fram af svo miklu grimdaræði, að fá dæmi eru slíks, eða engin, á þeirri grimdaröld, og söguritarinn kemst við, sem annars sjaldan ber á. »Þar var aumlegt at heyra til kvenna ok sárra manna« i skálanum, er þeir Þorvaldssynir höfðu ætt um og unnið á fólkinu varnarlausu í rekkjunum. Solveig húsfreyja hafði fyrir skömmu fætt barn, og gengu þeir að hvílu hennar »með brugðnum ok blóðgum sverðum« og hristu að henni og »sögðu at þar vóru þau vápn, er þeir höfðu litað lokkinn á honum Dala-Frey með. En íyrir alt saman, skapraun hennar ok sjúknað, þá brá henni nökkut við þvílik orð«. Það var þvi engin furða, þó að jafn skapstór maður og Sturla Sighvatsson gæti ekki stilt sig um að hefna fyrir slíkar tilgerðir, þegar honum gafst færi á, og það því fremur, sem hann þóttist viss um, að Þorvaldssynir mundu taka hann af lífi, hvenær sem þess yrði kostur. Og að ganga á gjörðar sættir gat engan veginn vaxið í augu vel trúuðum manni á þeim tímum, þar sem fullkunn- ugt var, að kirkjan gat gefið fullkomna lausn fyrir hvers konar svik og ódæði. Kirkjan seldi — dýru verði — sakleysi fyrir syndagjöld, og á þann hátt hlaut hún óbein- línis að hvetja til margra illræða, hversu mjög sem klerk- arnir prédikuðu á móti þeim í aðra röndina. Svo ófagrar sem eru aðfarir Sturlu -við Orækju Snorra- son, þá er þeim líka talsverð bót mælandi. Orækja kemur hvervetna fram sem hinn versti mað- ur, og eftir hugsunarhætti þeirra tíma hafði hann marg- faldlega fyrirgert lífi sínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.