Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1906, Blaðsíða 12

Skírnir - 01.08.1906, Blaðsíða 12
204 Á fjörunni. Skírnir, »hvalbeins-liallar-konungur«, og annað enn skáldlegra, ef á þyrfti að halda. Það vildi líka svo heppilega til, að hann hafði verið skírður Sigmundur, en það var Oðins- heiti, svo það eitt út af fyrir sig gat verið mannkenning. Svo varð hann »sólar-ósa-Sigmundur«, »sýkja-ljóma-Sig- mundur« eða »Sónar-dreyra-Sigmundur«, að minsta kosti alt af sá, er barðist og ægði og orti jafnhliða. Olíustakk- urinn varð tvöföld hringabrynja; buxnaræflarnir bryn- hosur; kláruskaftið dragvendill og kylfa til skiftis, eftir því sem á þurfti að halda í efni og rimi, og átti fjöldi af Eddukenningum við það í þeim myndum. Vask gamla mátti ekki vanta í sýninguna, þótt hann hefði nú raunar svikið hann og hlaupið heim. Hann stækkaði og varð að tömdum skógarbirni, þvi hann þurfti að eiga við hið ann- að, og meðal-hundur var of lítill til að fylgja slíkri hetju. Og þegar »Sónar-lagar-Sigmundur« eða »sára-þvara-Sig- mundur« stóð þarna, alvæddur, í »brynhosunum« og »hringabrynjunni«, með »kylfuna« um öxl og ólman »híð- björn« við hlið sér — þá var vað skiljanlegt, að varpið væri forsvaranlega varið! Aldrei hafði honum tekist eins upp. Varpeyjan var konungsríkið, sem hann átti að verja. Æðarfuglakóngurinn*) var þar konungur og æðarfuglina var hirðfólk hans. Þar var meira um fegurð og glæsi- leik, auð og mildi, en hetjuskap. Konungur var friðsam- ur og lítt hneigður til stórræða, en ríkið eigi að síður í stöðugri hættu fyrir árásum víkinga og ræningja, trölla og óvætta, sem herjuðu þar og tóku strandhögg, svo ekki veitti af öflugri landvörn, ef duga skyldi. Krían, sem lika bjó í eyjunni, var geðvond griðka, sem skáldinu var ekkert sérlega vel við, sí-geðvond og sí-nöldrandi, vildi sletta sér fram í vörnina sjálf, en kunni ekki að meta hetjuna, og var meira að segja vís til að dríta á hann, ef hún komst í færi. Það, sem Sigmundur átti í höggi við, var ekki heldur *) Æðarfugl, með ofurlitlum litar-afbrigðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.