Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1906, Side 12

Skírnir - 01.08.1906, Side 12
204 Á fjörunni. Skírnir, »hvalbeins-liallar-konungur«, og annað enn skáldlegra, ef á þyrfti að halda. Það vildi líka svo heppilega til, að hann hafði verið skírður Sigmundur, en það var Oðins- heiti, svo það eitt út af fyrir sig gat verið mannkenning. Svo varð hann »sólar-ósa-Sigmundur«, »sýkja-ljóma-Sig- mundur« eða »Sónar-dreyra-Sigmundur«, að minsta kosti alt af sá, er barðist og ægði og orti jafnhliða. Olíustakk- urinn varð tvöföld hringabrynja; buxnaræflarnir bryn- hosur; kláruskaftið dragvendill og kylfa til skiftis, eftir því sem á þurfti að halda í efni og rimi, og átti fjöldi af Eddukenningum við það í þeim myndum. Vask gamla mátti ekki vanta í sýninguna, þótt hann hefði nú raunar svikið hann og hlaupið heim. Hann stækkaði og varð að tömdum skógarbirni, þvi hann þurfti að eiga við hið ann- að, og meðal-hundur var of lítill til að fylgja slíkri hetju. Og þegar »Sónar-lagar-Sigmundur« eða »sára-þvara-Sig- mundur« stóð þarna, alvæddur, í »brynhosunum« og »hringabrynjunni«, með »kylfuna« um öxl og ólman »híð- björn« við hlið sér — þá var vað skiljanlegt, að varpið væri forsvaranlega varið! Aldrei hafði honum tekist eins upp. Varpeyjan var konungsríkið, sem hann átti að verja. Æðarfuglakóngurinn*) var þar konungur og æðarfuglina var hirðfólk hans. Þar var meira um fegurð og glæsi- leik, auð og mildi, en hetjuskap. Konungur var friðsam- ur og lítt hneigður til stórræða, en ríkið eigi að síður í stöðugri hættu fyrir árásum víkinga og ræningja, trölla og óvætta, sem herjuðu þar og tóku strandhögg, svo ekki veitti af öflugri landvörn, ef duga skyldi. Krían, sem lika bjó í eyjunni, var geðvond griðka, sem skáldinu var ekkert sérlega vel við, sí-geðvond og sí-nöldrandi, vildi sletta sér fram í vörnina sjálf, en kunni ekki að meta hetjuna, og var meira að segja vís til að dríta á hann, ef hún komst í færi. Það, sem Sigmundur átti í höggi við, var ekki heldur *) Æðarfugl, með ofurlitlum litar-afbrigðum.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.