Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1906, Blaðsíða 46

Skírnir - 01.08.1906, Blaðsíða 46
238 TJm listir. Skirnír. heyra, eg rannsaka sjálfan mig og þykist lesa hjarta míns huliðs-mál. En það sem sé og það sem eg heyri um- hverfis mig, það er blátt áfram það sem skynfæri mín greina þar til þess að hera hegðun minni birtu; það sem eg þekki af sjálfum mér, það er það sem er á yfirborð- inu, það sem á þátt í athöfnum mínum. Skynfæri mín og meðvitund veita mér þá aðeins hentugan útdrátt af veruleikanum. I sýn þeirri, sem þau gefa mér af hlut- unum og af sjálfum mér, eru máð burt þau misdeili, sem mönnunum eru gagnslaus, en áherzla lögð á þær líkingar, sem mönnunum koma að haldi, mér eru fyrir fram mark- aðir vegir, þar sem athöfn mín á að eiga hlut að máli. Það eru vegirnir sem gjörvalt mannkynið hefir gengið á undan mér. Hlutunum hefir verið flokkað eftir gagninu, sem eg gæti af þeim haft. Og það er þessi flokkaskipun, sem eg skynja, miklu fremur en litur og form hlutanna. Eflaust skara mennirnir langt fram úr dýrunum í þessu efni. Það er allólíklegt, að úlfsaugað sjái mun á kiði og lambi; úlfinum eru þau samskonar bráð, jafnauðveld að ná, jafngóð til átu. Yér gerum greinarmun á geit og sauð; en þekkjum vér eina geitina frá annari, einn sauð- inn frá öðrum? Einstaklingseðli hluta og vera nemur ekki athygli vora, nema þegar vér höfum beint gagn af að taka eftir því. Og jafnvel þegar vér veitum því eftirtekt (eins og þegar vér greinum einn manninn frá öðrum), þá er það ekki einstaklingseðlið sjálft, sem vér festum auga á, það er að segja ákveðið og alveg sérstaklegt samræmi lita og lögunar, heldur að eins einn eða tveir drættir, sem hjálpa oss til að þekkja hlutina aftur. I stuttu máli, vér sjáum ekki hlutina sjálfa; vér lát- um oss oftast nægja að lesa einkunnarmiðana, sem á þá eru limdir. Þessi tilhneiging, sem þörfin hefir skapað, hefir magnast undir áhrifum málsins. Því orðin (að sér- nöfnum undanskildum) tákna öll tegundir. Orðið, sem að eins tekur til greina algengustu verkan hlutarins og hvers- dagsútlit hans, kemst upp á milli vor og hlutarins og hylur form hans fyrir augum vorum, ef þetta form hefir ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.