Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1906, Blaðsíða 9

Skírnir - 01.08.1906, Blaðsíða 9
Skirnir. Á fjörunni. 201 fjöruna bærðust ofursmáar öldur, því aldrei sefur Ægir svo fast, að ekki sjáist lífsmark með honum við fjöru- steinana víðast hvar á Islandi. Þessar kraftlitlu öldur voru að erja á þarabrúk, sem lá eftir endilangri fjör- unni og myndaði stall eða þrep fram að flæðarmál- inu. Sjórinn náði því ekki nema meðan hásjávað var; um fjöruna var breið fjara framan við brúkið. Nú skullu öldurnar óbrotnar upp í sjálft brúkið, og spýttu mórauðu þaramauki hátt i loft upp. Alt þetta minti Sigmund á, hve vel honuin hefði tekist að vakna, og hve lítið væri fallið út. Himininn var ekki heiður, en þunn skýjaslæða yfir öllu hafinu og sást að eins vottur fyrir sólunni bak við blikuna. Fjöllin hinum megin við flóann voru blá og skýr, enn þá með stórum fönnum í öllum giljum, en tindar og hamrar bládimmir, og mildur næturblær yfir öllu. Það var allbreitt sund fram í eyjuna, þegar svona mikið flóð var á grandanum, og litlar líkur til að tófan réði á svo langt sund. Eyjan var tilsýndar úr landi sem vaxin all-þéttum skógi; það voru hræðustaurarnir, með viðarvöndum efst, sem notaðir eru til að hræða flugvarg- frá varplöndum og veita varpfuglinum skjól. Alstaðar fyrir ofan flæðarmál var hún vaxin káli og safamiklu töðugrasi, sem líktist þvi, að gul-græn ábreiða lægi yfir henni allri. I þessari »ábreiðu« kúrði fuglinn. Æðar- kollurnar sáust ekki úr landi, en blikarnir litu út sem hvítir dílar um alla eyjuna. Myndin af eyjunni stóð allskýr á höfði í sundinu. Þar var kyrð og friður úti í eyjunni, eins og »eyjar- skeggjar« hefðu tekið á sig óvenjulangar náðir. Einstöku kría sást á flögri yfir »hræðuskóginum«, líklega til að svipast um eftir morgunbita fyrir utan flæðarmálið. En hún hafði vit á að þegja. Nokkrir blikar syntu hljóðir og heimspekilegir í grænleitum eyjarskugganum; en þeir máttu ekki heldur hafa hátt; »mamma« lá á eggjunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.