Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1906, Page 18

Skírnir - 01.08.1906, Page 18
210 Á fjörunni. Skirnir, En nú var hún farin að þreytast og gat enga spretti tekið. Það var hvít, freyðandi hrönn framan undir súðinni á prammanum og hann fiutti kerlingar eftir lygnum sjón- um. Hann gekk vel, meðan Þorvaldur gamli seig einn á árarnar; en þó jóksr honum skrið, þegar Grímur fór að stinga á hjá honum. Það dró því furðu-fljótt saman; en þó reru þeir ekki fram á lágfótu, fyr en rétt uppi við fjöruna Það fór dauðans skelflng um mórauða skinnið, þegar hún sá Grím reiða upp árina; en nú gat hún ekki hert sig til undan- komu, því kraftamir voru nær þrotnir. Ararhlummurinn skail á skottinu á henni, sem dróst í hálfu kafl á sund- inu, svo hún sár-kendi til; síðan skall árin á stein í botn- inum og gekk i sundur með háu braki. Aður en Grími veittist tóm til að reiða upp hina ár- ina, skreið lágfóta upp í fjöruna; og þótt hún væri þrek- uð af sundinu, var það ekki meðfæri þeirra feðganna að hafa við henni, þegar hún hafði fast land undir löppunum. Þar skildi með þeim. Lágfóta komst undan, en svo skelkuð, að hana hlaut að reka minni til fyrst um sinn. Og eflaust heflr hún varað sig aftur á táli næturkyrð- arinnar. Þegar feðgarnir voru búnir að missa tófunnar, fóru þeir að svipast um eftir Sigmundi, og létu gremju sína bitna á honum. »Snáfaðu nú heim, bannsettur Hrappurinn þinn! Þér skal aldrei framar verða trúað fyrir þessu verki!« Sigmundur lét sér þetta að kenningu verða og labb- aði heim á leið. Hann var ekki burðugur fyrsta sprettinn af veginum, þar sem hann dróst áfram á priki sínu hálf-kjökrandi, og hugsaði um ekkert annað en aumingjaskap sinn. Nú fanst honum hann vera alstaðar veikur, og öllum kvikindum vesalli. En eftir því sem á veginn leið, hægðist honum um hugann. Hann vissi, að þótt feðgarnir hefðu verið gramir

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.