Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1906, Blaðsíða 47

Skírnir - 01.08.1906, Blaðsíða 47
Skírnir. Um listir. 239- þegar falið sig að baki þörfunum, sem skapað hafa orðið sjálft. Og ekki eru það hlutirnir umhverfis oss einir, held- ur og hugarástand sjálfra vor, sem dylur fyrir oss það sem innilegt er, persónulegt og sjálflifað. Þegar vér elsk- um eða hötum, þegar vér erum glaðir eða hryggir, kem- ur þá tilfinning vor sjálf oss til meðvitundar, með sínum þúsund hverfulu blæbrigðum og óteljandi, djúpu endur- hljómum, sem gera hana að óyggjandi eign vorri? Þá værum vér allir skáldsagnahöfundar, allir skáld, allir tón- snillingar. En oftast greinum vér að eins yfirborðið af hugarástandi voru. Vér náum ekki í nema ópersónulegu hliðina á tilfinningum vorum, þá hliðina sem málið hefir getað greint í eitt skifti fyrir öll, af því hún er því sem næst hin sama hjá öllurn mönnum, þegar eins stendur á. Og þannig gengur einstaklingseðlið athugun vorri úr greip- um, jafnvel í sálum sjálfra vor. Almenn hugtök og tákn umkringja oss á alla vegu; oss er sem markaður völlur, þar sem oss er hagkvæmt að reyna afl við aðra krafta; og hrifnir al baráttunni, lokkaðir af henni, sjálfum oss til vilnaðar, inn á það svið, er hún hefir kosið sér, lifum vér á landamærum milli hlutanna og vor, utan við hlutina, utan við sjálfa oss. En við og við framleiðir náttúran í grandleysi sálir, sem frjálsari standa gagnvart lífinu. Eg á ekki við frjálsræði sem er viljandi, íhugað og af ásettu ráði og er árangur umhugsunar og heimspeki. Eg á við meðfætt frjálsræði, sem á rót sína í því hvernig skynfæri manns eða meðvitund eru úr garði gjörð, og undir eins kemur fram í því að sjá, heyra og hugsa á einhvern veg- inn óspiltan hátt. Ef þetta frjálsræði væri fullkomið, ef allar skynjanir sálarinnar væru athöfnunum óháðar, þá væri það meiri listamannssál en heimurinn hefir enn þá þekt. Hún skaraði fram úr í öllutn listum í senn, eða öllu heldur steypti þeim öllum saman i eina. Hún skyn- jaði alla hluti í upphaflegum hreinleik þeirra, jafnt lög- un, liti og hljóma efnisheimsins og viðkvæmustu hrær- ingar hins innra lífs. En það er of mikið af náttúrunni heimtað. Jafnvel hjá þeim af oss, sem hún hefir gjört að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.