Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1906, Side 47

Skírnir - 01.08.1906, Side 47
Skírnir. Um listir. 239- þegar falið sig að baki þörfunum, sem skapað hafa orðið sjálft. Og ekki eru það hlutirnir umhverfis oss einir, held- ur og hugarástand sjálfra vor, sem dylur fyrir oss það sem innilegt er, persónulegt og sjálflifað. Þegar vér elsk- um eða hötum, þegar vér erum glaðir eða hryggir, kem- ur þá tilfinning vor sjálf oss til meðvitundar, með sínum þúsund hverfulu blæbrigðum og óteljandi, djúpu endur- hljómum, sem gera hana að óyggjandi eign vorri? Þá værum vér allir skáldsagnahöfundar, allir skáld, allir tón- snillingar. En oftast greinum vér að eins yfirborðið af hugarástandi voru. Vér náum ekki í nema ópersónulegu hliðina á tilfinningum vorum, þá hliðina sem málið hefir getað greint í eitt skifti fyrir öll, af því hún er því sem næst hin sama hjá öllurn mönnum, þegar eins stendur á. Og þannig gengur einstaklingseðlið athugun vorri úr greip- um, jafnvel í sálum sjálfra vor. Almenn hugtök og tákn umkringja oss á alla vegu; oss er sem markaður völlur, þar sem oss er hagkvæmt að reyna afl við aðra krafta; og hrifnir al baráttunni, lokkaðir af henni, sjálfum oss til vilnaðar, inn á það svið, er hún hefir kosið sér, lifum vér á landamærum milli hlutanna og vor, utan við hlutina, utan við sjálfa oss. En við og við framleiðir náttúran í grandleysi sálir, sem frjálsari standa gagnvart lífinu. Eg á ekki við frjálsræði sem er viljandi, íhugað og af ásettu ráði og er árangur umhugsunar og heimspeki. Eg á við meðfætt frjálsræði, sem á rót sína í því hvernig skynfæri manns eða meðvitund eru úr garði gjörð, og undir eins kemur fram í því að sjá, heyra og hugsa á einhvern veg- inn óspiltan hátt. Ef þetta frjálsræði væri fullkomið, ef allar skynjanir sálarinnar væru athöfnunum óháðar, þá væri það meiri listamannssál en heimurinn hefir enn þá þekt. Hún skaraði fram úr í öllutn listum í senn, eða öllu heldur steypti þeim öllum saman i eina. Hún skyn- jaði alla hluti í upphaflegum hreinleik þeirra, jafnt lög- un, liti og hljóma efnisheimsins og viðkvæmustu hrær- ingar hins innra lífs. En það er of mikið af náttúrunni heimtað. Jafnvel hjá þeim af oss, sem hún hefir gjört að

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.