Skírnir - 01.08.1906, Blaðsíða 62
254
Islenzk höfuðból.
Skirnir,
lenzkri sagnfræði, þó þess sé ekki beinlinis getið. Það
yar því í fullu samræmi yið almenningsálit það, er hafðí
skapast á Jóni biskupi í lifanda lífi hans, að hann var
talinn »sannheilagur« maður eftir dauðann. Þó liðu svu
80 ár, að líkami hans var ekki tekinn úr moldu. SkáÞ
holtsstóll varð að ganga á undan. Það er eins og klerka-
lýðurinn á Norðurlandi haíi ekki áttað sig á því, hvílíkur
gimsteinn Jón biskup var, þótt hann væri »kaldur og-
kominn í mold«, og hve mikils virði það væri fyrir Hóla-
stól að fá sinn eigin dýrling, fyrr en helgi Þorláks bisk-
ups í Skálholti kom upp. En merkilegt er, að hún kom
fyrst upp í Hólabiskupsdæmi. Það virðist benda á að
kristindómslífið í Hólabiskupsdæmi hafi verið innilegra og:
meira í anda tíðarinnar en í Skálholtsbiskupsdæmi.
En þetta atriði, að dómkirkjan á Hólum fekk sinn
eigin dýrling, heilagan mann, mann sem hafði lifað og
starfað og dáið á Hólum, það var ákafiega þýðingarmikið
fyrir staðinn, með því er í raun og veru lagður grund-
völlurinn undir »Hóladýrðina«, sem enn þá er á vörum
manna i Norðurlandi. Helgi staðarins margfaldaðist í aug-
um manna. Menn streymdu þangað til þess að fá bót
andlegra og líkamlegra meinsemda sinna, og áheitin voru
svo mörgum tugum eða jafnvel hundruðum skifti árlega;;
við þetta aflaðist stólnum of fjár og við það óx vald hans-
og álit og áhrif út í frá.
Þetta hvatti menn enn fremur til þess að taka sér fast
aðsetur á Hólum. Það er talað um karlmenn og kvenmenn,.
sem jafnvel bjuggu í kofum umhverfis kirkjuna og i kirk-
junni. Þetta voru mæddir menn og aldraðir, sem voru
orðnir saddir á lífsstritinu, og vildu leita sér friðar og'
hvíldar á þessum sannheilaga stað, þar sem þeir iðulega
gátu beðist fyrir frammi fyrir jarðneskum leifum þessa
»blessaða biskups«.
I samband við þann veg og það álit, sem kirkjunnr
og staðnum á Hólum hlotnaðist við að fá Jón biskup tal-
inn í tölu heilagra manna, má án efa setja þá tilraun,
sem nú fer að ganga út frá Hólum og miðar til þess að