Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1906, Blaðsíða 54

Skírnir - 01.08.1906, Blaðsíða 54
246 Um listir. Skírnir. Svo fjarstæð sem sú staðhæflng kann að virðast, þá held eg ekki að harmleikaskáld þurfi nauðsynlega að at- huga aðra menn. Fyrst og fremst er það nú víst, að sum stórskáld hafa lifað kyrþey, mjög óbrotnu lífi, svo að þeim hefir ekki gefist færi á að sjá í uppnámi umhverfís sig þær ástríður, sem þau hafa lýst svo trúlega fyrir oss. En þó vér gerðum ráð fyrir, að þeir hefðu séð þá sjón, þá veit eg ekki hvort það hefði komið þeim að miklu haldi. Það sem vér í raun og veru látum oss varða í verki skáldsins, það er sýn sérstaks ástands hugardjúpsins eða sérstaks sálarstríðs. En slíkt verður ekki séð að utan. Ein sálin getur ekki grannskoðað aðra. Utan að sjáum vér aldrei nema stöku merki geðshræringanna. Þau fá- um vér ekki þýtt nema í líkingu við það sem vér höfum sjálfir reynt, og þó verður sú þýðing jafnan ófullkomin. Reynsla sjálfra vor er þá aðalatriðið, og vér getum ekki þekt til fullnustu nema hjörtu sjálfra vor, — þegar oss nú tekst að þekkja þau. Er þetta svo að skilja, að skáld- ið hafi reynt það sem hann lýsir, að eins hafi staðið á fyrir honum og persónum hans, og að hann hafi lifað öllu þeirra innra lifi? Æfisögur skáldanna sýna oss enn, að svo er ekki. Og hvernig væri líka unt að ímynda sér, að sami maðurinn hefði verið Macbeth, Othello, Hamlet, Lear konungur og svo margir aðrir að auki? En ef til vill ætti hér að gera greinarmun á þvi, hvað maður e r og öllu hinu, sem maður hefði getað verið. Lyndiseinkunn vor er afleiðing af vali, sem án afláts endurnýjast. A endilangri lífsbraut vorri liggja vegamót (eða svo virðist að minsta kosti) og vér sjáum vel stefm urnar, sem fara mætti í, þó vér getum ekki tekið nema eina þeirra. En skáldlegt ímyndunarafl virðist mér nú einmitt í því fólgið, að hverfa at'tur á vegamótin og ganga á enda brautirnar, sem blöstu við þaðan. Látum svo vera að Shakespeare hafi hvorki verið Macbeth, né Hamlet, né Othello; en hann hefði getað verið þessar ýmsu persónur, ef atvikin annars vegar og hins vegar samþykki vilja hans hefðu komið því í öflugt uppnám, sem að eins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.