Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1906, Page 61

Skírnir - 01.08.1906, Page 61
'Skirnir. Hólar í Hjaltadal og Hólabiskupsdærai. 2,3 Þetta stuðlaði til þess, að aðsókn varð mikil að staðnum, bæði safnaðist þangað manngrúi á vissum tímum ársins, einkum á meiri hátíðum og tillidögum, enda settust sumir þar að til þess að búa i návist þessa kennimannlega skör- ungs, sem lýsti mönnum með fögru eftirdæmi. Raunar tók hann hart á yfirsjónum, eins og kirkjulegum höfðingja sómdi á þeim tímum. Hann vandaði svo stranglega um háttu manna og daglega ytri breytni, að nútiðarmönnum mundi þykja það úr hófi keyra, og sumar aðfinslur hans óþarfar og jafnvel heimskulegar. En því má ekki gleyma, að tíðarandinn var allur annar þá en nú. Fólkið var ruddalegt og siðirnir ófágaðir. Þeir sem betur voru megandi sýndu ofsa og ójöfnuð og kúguðu smælingjana, ef ekki var alt ei'tir þeirra höfði. Það bar því nauðsyn til að taka ómjúkum höndum á mönnum, sem gerðu sig seka í slíkum ójöfnuði; en Jón biskup var ekki að eins strangur, hann var líka réttlátur, hann beitti kirkjuagan- um jafnt við ríka sem vesala, en hið fegursta í fari hans var, eins og áður er ávikið, miskunnsemin. Kom því svo, að nálega allir menn vildu, sem menn segja, sitja og standa eins og hann vildi. Alt það sem minti á Krist og kristindóm vildi hann að væri iðulega um hönd haft, hanu bauð mönnum að »merkja sig með teikni hins heilaga kross« bæði kvöld og morgna og á undan og eftir máltíðum. »Sjö sinnum« skyldi hver maður minnast trúar sinnar á dag með því að lesa trúarjátninguna og »Faðir vor«. Vitan- lega var það þuiið utan að á latínu, og hefir því almenn- ingur lítið skilið í þeirri bænagerð. En margur hefir án efa lesið það með lotningarfullri tilbeiðslu, þótt hann skildi ekkert í orðunum. Hins vegar var Jón biskup mjög gjörhugull í því, að nema burtu úr lífi og háttum manna alt það, er minti á heiðni. Hann barðist gegn hinum heiðnu daganöfnum (Týsdagur, Oðinsdagur osfrv ) og komst smátt og smátt á sú venja, að kalla þá þriðjudag, miðvikudag osfrv. Dansa og danssamkomur vildi hann ekki hafa og jafnvel er .ástæða til þess að ætla, að hann hafi verið andvígur is-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.