Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1906, Blaðsíða 56

Skírnir - 01.08.1906, Blaðsíða 56
248 Um listir. Skirnir- og aðgreina þannig hið almenna og algilda, líkt og eðlis- fræðingurinn fer að með fyrirbrigðin til að finna lögmál þeirra. I stuttu máli, aðferðin og viðfangsefnið er hér sama eðlis og í raunvísindunum, í þeim skilningi, að ætíð er beitt ytri athugun og niðurstaðan er ávalt almenns eðlis. Eftir langan útúrdúr komum vér þá aftur að hinní tvöföldu niðurstöðu, sem rannsókn vor hefir leitt í ljós. Annars vegar er enginn maður hlægilegur af öðru en því, að eitthvað er í fari hans sem líkist hjárænuskapr eitthvað sem lifir i honum, líkt og sníkjudýr, án þess að samlagast honum. Þess vegna sést þetta utan á honum og þess vegna er líka unt að leiðrétta það. En þar sem hins vegar hláturinn einmitt miðar að því að leiðrétta þetta, þá er það gagnlegt að sú leiðrétting nái í einni svipan til sem flestra. Þess vegna stefnir athygli kýmn- innar ósjálfrátt að því sem alment er. Úr kenjum manna velur hún þær sem endurtekist geta og þess vegna eru ekki óleysanlega bundnar við einstaklingseðli manna,. hinar sameiginlegu kenjar, ef svo má að orði kveða. Með því að leiða þær fram á leiksviðið, skapar hún verk, sem án efa teljast til listanna að því leyti, að þau miða ekki vísvitandi að öðru en því að skemta, en eru þó frábrugðin öllum öðrum listaverkum í því að vera almenns efnis, og jafnframt í því, að þau óafvitandi hafa þann aukatilgang að leiðrétta og fræða. Vér megum því með réttu svo að orði kveða, að gamanleikir séu á landamærum lífs og lista. Þeir eru ekki óhlutdrægir eins og hinar hreinu listir. Um leið og þeir koma skipu- lagi á hláturinn, telja þeir félagslífið mannsins eðlilega umhverfi; þeir fylgja sjálfir einni af hvötum félagslífs- ins. Og í þessu atriði snúa gamanleikir baki við list- unum, sem segja skilið við félagslífið og hverfa aftur að- náttúrunni sjálfri. (G. F. þýddi úr Le rire, essai sur la significatioD du comique, Paris 1904),
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.