Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1906, Page 76

Skírnir - 01.08.1906, Page 76
268 ’Sturla Sighvatsson. •Skirnir. Það er auðséð á þessari frásögn, sem mun vera eftir sjónarvott, að Sturla hefir vaknað illa, eins og-mönnum hættir við, jafnvel þeim, sem vel eru svæflr, ef blóð þeirra sneyðist mjög að súrefni, hvort sem það kemur til af því, að þeir liggja illa, svo að þeim verður óhægt um andardrátt, eða af hinu, að loftið sem þeir anda að sér er mjög spilt, eins og hlaut að vera þarna í skálnnum. En sakir þess, að andardrátt- arstjórniu lætur miklu seinna til sín taka í svefni, getur dregist að menn vakni, þangað til þeir eru orðnir mjög loftvana; manninn fer að dreyma illa — það er nokkurs konar útskýring hinnar óljósu vitundar á ónotunum, sem finnast gegn um svefninn — draumarnir fara versnandí eftir því sem súrefnið í blóðinu minkar, og loks, rétt um leið og andardráttarstjórnin tekur svo fast í taumana, að maðurinn vaknar við, verður draumurinn sem allra, geig- vænlegastur, oft á þá leið, að manninum sé bráður bani búinn af slysi eða tilræði. Og þetta er nú einmitt það, sem Sturlu hefir dreymt. Honum líður illa þegar hann vaknar, og orðin »ekki er mark at draumum« sýna einmitt, að draumurinn hefir fengið á hann, og auðvitað hefir hann þýtt hann á þá leið, að hann mundi falla í bardaganum. Rétt á eftir kemur maður í skálann og kallar: »Nú ríðr flokkrinn Sunnlendinga ok er herr manna. ’ Hljópu menn þá til vápna«. En Sturla gengur til kirkju. Fer hann þangað til að biðja guð Israels og páfanna að gefa sér sigur? Nei. Það er draumurinn illi, sem rekur hann til kirkjunnar; hann syngur rómverskar bænir til þess að fá fremur umflúið Helvíti ef hann falli í bardaganum. Otti við Helvíti var aðalatriðið í trú Sturlungaaldar- innar1), og á þeim ótta ól kirkjan sem framast mátti verða, því að á honum bygðist að mestu leyti vald hennar. *) Sbr. ritg. „Úr trúarsögu í'orn-íslendinga“ í 1. h. Skírnis 1906.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.