Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1906, Blaðsíða 6

Skírnir - 01.08.1906, Blaðsíða 6
198 Á fjörunni. Skirnir. hinir og aðrir höfðu ort, og erfitt var að ná í, og var hann jafnan reiðubúinn að þylja þetta upp fyrir þeim, sem fúsir voru á að hlýða. Hann hafði líka víða flækst og kunni frá mörgu fá- heyrðu að segja; hafði séð marga og jafnvel kynst nafn- kendum mönnum í fjarlægum sveitum, svo sem Bólu- Hjálmari og Xíelsi skálda, og mörgum fleiri miður nafn- kendum. Og þótt enginn efaðist um, að skáldskapargáfa hans kæmi talsvert til skjalanna, þegar hann var að segja frá þessum mönnum, var þó gaman að hlusta á það með köflum, og þó einkum að sjá karlinn, sem þá tókst á loft af ánægjunni, guðmóðinum og andagiftinni, svo blinda augað glóði, eins og ýsuauga i myrkri. Heima á Miðströnd var lítill jarðvegur fyrir sögur Sigmundar gamla og ljóð hans. Feðgarnir þar voru búnir að fá nóg af því fyrir löngu. A Instu-Strönd var hann þar á móti miklú betri. Eiríkur gamli var greindur maður og glöggur á slíka hluti, kunni sjálfur feiknin öll af ýmsu þjóðlegu og skrítnu og var óþreytandi að heyra eitthvað nýtt af því tægk Þessi sameiginlegi áhugi á skáldskapnum og sögunum tengdi þá saman, Sigmund og Eirík, þótt kjör þeirra ann- ars væru ólík, því Eiríkur var efnamaður og rausnarbóndi. Þess vegna var Sigmundur gamli ætíð velkominn til hans, og þess vegna varð honum líka tíðreikað heim að Instu- Strönd. Eiríkur þreyttist að vísu á því að heyra alt of mikið af Ijóðum Sigmundar. En þar sem karlinn var volaður og vesalmenni, og þar sem varla fór hjá því, að haníi kæmi jafnan með eitthvað innan um hitt, sem gaman væri að, þá áleit Eiríkur sjálfsagt að taka honum mannúðlega og hlynna heldur að honum. Sigmundur áleit Eirík eina vininn sem hann ætti á jarðríki og elskaði hann af öllu hjarta. í ljóðagerðinni snerist allur lians hugur um það, hvað Eiríki mundi lika bezt; og þegar honum hafði dottið eitthvað gott í hug, eða einhver góð saga rifjaðist upp fyrir honum, þá var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.