Skírnir - 01.08.1906, Qupperneq 6
198
Á fjörunni.
Skirnir.
hinir og aðrir höfðu ort, og erfitt var að ná í, og var hann
jafnan reiðubúinn að þylja þetta upp fyrir þeim, sem
fúsir voru á að hlýða.
Hann hafði líka víða flækst og kunni frá mörgu fá-
heyrðu að segja; hafði séð marga og jafnvel kynst nafn-
kendum mönnum í fjarlægum sveitum, svo sem Bólu-
Hjálmari og Xíelsi skálda, og mörgum fleiri miður nafn-
kendum. Og þótt enginn efaðist um, að skáldskapargáfa
hans kæmi talsvert til skjalanna, þegar hann var að segja
frá þessum mönnum, var þó gaman að hlusta á það með
köflum, og þó einkum að sjá karlinn, sem þá tókst á loft
af ánægjunni, guðmóðinum og andagiftinni, svo blinda
augað glóði, eins og ýsuauga i myrkri.
Heima á Miðströnd var lítill jarðvegur fyrir sögur
Sigmundar gamla og ljóð hans. Feðgarnir þar voru búnir
að fá nóg af því fyrir löngu.
A Instu-Strönd var hann þar á móti miklú betri.
Eiríkur gamli var greindur maður og glöggur á slíka
hluti, kunni sjálfur feiknin öll af ýmsu þjóðlegu og skrítnu
og var óþreytandi að heyra eitthvað nýtt af því tægk
Þessi sameiginlegi áhugi á skáldskapnum og sögunum
tengdi þá saman, Sigmund og Eirík, þótt kjör þeirra ann-
ars væru ólík, því Eiríkur var efnamaður og rausnarbóndi.
Þess vegna var Sigmundur gamli ætíð velkominn til hans,
og þess vegna varð honum líka tíðreikað heim að Instu-
Strönd.
Eiríkur þreyttist að vísu á því að heyra alt of mikið
af Ijóðum Sigmundar. En þar sem karlinn var volaður
og vesalmenni, og þar sem varla fór hjá því, að haníi kæmi
jafnan með eitthvað innan um hitt, sem gaman væri að,
þá áleit Eiríkur sjálfsagt að taka honum mannúðlega og
hlynna heldur að honum.
Sigmundur áleit Eirík eina vininn sem hann ætti á
jarðríki og elskaði hann af öllu hjarta. í ljóðagerðinni
snerist allur lians hugur um það, hvað Eiríki mundi lika
bezt; og þegar honum hafði dottið eitthvað gott í hug,
eða einhver góð saga rifjaðist upp fyrir honum, þá var