Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1906, Page 3

Skírnir - 01.08.1906, Page 3
Skírnir. A fjörunni. 195 þegar hann kom fram yfir tvítugs aldur, fór að bera á sjúkleikum hans. Hann hafði þá leitað burtu til þess að leita sér hægari vinnu, og fengist við margt, en ekki felt sig við neitt að staðaldri. Á þennan hátt hafði hann » vanist á flakk og fiæking; fiækst lengi um allar sveitir og lifað á gestrisni manna, án þess að vinna fyrir sér neitt að ráði, þar til nágrannasveitirnar fóru að kvarta undan honum og hann var að lokum sendur heim á sveit sína og honum bannað alt flakk. Þegar hér var komið sögunni, var þó heilsa Sig- mundar gamla all-viðunanleg, og fyrri kvillar hans sýnd- ust hafa dáið frá honum; en svo bættist einn nýr við, og hann slæmur, því Sigmundur var að missa sjónina. Ann- að augað var því nær alveg blint, en hitt var talsvert farið að deprast. Sjónleysið sáu allir. Aftur voru þeir menn til, sem ætluðu, að talsvert minni brögð hefðu stundum verið að sjúkleikum Sigmundar en hann gerði orð á, þótt vitan- lega hefði oft verið á annan veg, og að betri heilsa hans nú væri mest að þakka minni ímyndunarveiki og færri smáskamtameðulum. Þessi skoðun var líka ofan á í sveit- arstjórninni, því það þótti óþarfi að gefa neitt sem hét með honum, þar sem margir buðust til að taka hann fyr- ir matvinnung. Þó var öllum ant um að Sigmundi gamla liði vel, og að honum væri ekki ofþjakað með vinnu, og þess vegna voru allir ánægðir með að vita hann lijá feðgunum á Mið- strönd. Og þar var Sigmundur búinn að vera nú um nokkur ár, og undi allvel hag sínum. Sigmundur var þægðarskinn og kom sér yfirleitt vel * á heimilinu; dálítið nöldrunarsamur, en þó aldrei geð- vondur, og gerði þetta sem hann gat gert, oftast nær um- yrðalítið og trúlega. Og það var ekki svo næsta lítið, sem hann gat gert. Hann gat íléttað reipi og riðið sil- unganet og hrognkelsanet á veturna, snúist í kringum kvenfólkið á öllum árstimum, sótt fyrir það vatn og mó

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.