Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1906, Page 56

Skírnir - 01.08.1906, Page 56
248 Um listir. Skirnir- og aðgreina þannig hið almenna og algilda, líkt og eðlis- fræðingurinn fer að með fyrirbrigðin til að finna lögmál þeirra. I stuttu máli, aðferðin og viðfangsefnið er hér sama eðlis og í raunvísindunum, í þeim skilningi, að ætíð er beitt ytri athugun og niðurstaðan er ávalt almenns eðlis. Eftir langan útúrdúr komum vér þá aftur að hinní tvöföldu niðurstöðu, sem rannsókn vor hefir leitt í ljós. Annars vegar er enginn maður hlægilegur af öðru en því, að eitthvað er í fari hans sem líkist hjárænuskapr eitthvað sem lifir i honum, líkt og sníkjudýr, án þess að samlagast honum. Þess vegna sést þetta utan á honum og þess vegna er líka unt að leiðrétta það. En þar sem hins vegar hláturinn einmitt miðar að því að leiðrétta þetta, þá er það gagnlegt að sú leiðrétting nái í einni svipan til sem flestra. Þess vegna stefnir athygli kýmn- innar ósjálfrátt að því sem alment er. Úr kenjum manna velur hún þær sem endurtekist geta og þess vegna eru ekki óleysanlega bundnar við einstaklingseðli manna,. hinar sameiginlegu kenjar, ef svo má að orði kveða. Með því að leiða þær fram á leiksviðið, skapar hún verk, sem án efa teljast til listanna að því leyti, að þau miða ekki vísvitandi að öðru en því að skemta, en eru þó frábrugðin öllum öðrum listaverkum í því að vera almenns efnis, og jafnframt í því, að þau óafvitandi hafa þann aukatilgang að leiðrétta og fræða. Vér megum því með réttu svo að orði kveða, að gamanleikir séu á landamærum lífs og lista. Þeir eru ekki óhlutdrægir eins og hinar hreinu listir. Um leið og þeir koma skipu- lagi á hláturinn, telja þeir félagslífið mannsins eðlilega umhverfi; þeir fylgja sjálfir einni af hvötum félagslífs- ins. Og í þessu atriði snúa gamanleikir baki við list- unum, sem segja skilið við félagslífið og hverfa aftur að- náttúrunni sjálfri. (G. F. þýddi úr Le rire, essai sur la significatioD du comique, Paris 1904),

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.