Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1906, Page 46

Skírnir - 01.08.1906, Page 46
238 TJm listir. Skirnír. heyra, eg rannsaka sjálfan mig og þykist lesa hjarta míns huliðs-mál. En það sem sé og það sem eg heyri um- hverfis mig, það er blátt áfram það sem skynfæri mín greina þar til þess að hera hegðun minni birtu; það sem eg þekki af sjálfum mér, það er það sem er á yfirborð- inu, það sem á þátt í athöfnum mínum. Skynfæri mín og meðvitund veita mér þá aðeins hentugan útdrátt af veruleikanum. I sýn þeirri, sem þau gefa mér af hlut- unum og af sjálfum mér, eru máð burt þau misdeili, sem mönnunum eru gagnslaus, en áherzla lögð á þær líkingar, sem mönnunum koma að haldi, mér eru fyrir fram mark- aðir vegir, þar sem athöfn mín á að eiga hlut að máli. Það eru vegirnir sem gjörvalt mannkynið hefir gengið á undan mér. Hlutunum hefir verið flokkað eftir gagninu, sem eg gæti af þeim haft. Og það er þessi flokkaskipun, sem eg skynja, miklu fremur en litur og form hlutanna. Eflaust skara mennirnir langt fram úr dýrunum í þessu efni. Það er allólíklegt, að úlfsaugað sjái mun á kiði og lambi; úlfinum eru þau samskonar bráð, jafnauðveld að ná, jafngóð til átu. Yér gerum greinarmun á geit og sauð; en þekkjum vér eina geitina frá annari, einn sauð- inn frá öðrum? Einstaklingseðli hluta og vera nemur ekki athygli vora, nema þegar vér höfum beint gagn af að taka eftir því. Og jafnvel þegar vér veitum því eftirtekt (eins og þegar vér greinum einn manninn frá öðrum), þá er það ekki einstaklingseðlið sjálft, sem vér festum auga á, það er að segja ákveðið og alveg sérstaklegt samræmi lita og lögunar, heldur að eins einn eða tveir drættir, sem hjálpa oss til að þekkja hlutina aftur. I stuttu máli, vér sjáum ekki hlutina sjálfa; vér lát- um oss oftast nægja að lesa einkunnarmiðana, sem á þá eru limdir. Þessi tilhneiging, sem þörfin hefir skapað, hefir magnast undir áhrifum málsins. Því orðin (að sér- nöfnum undanskildum) tákna öll tegundir. Orðið, sem að eins tekur til greina algengustu verkan hlutarins og hvers- dagsútlit hans, kemst upp á milli vor og hlutarins og hylur form hans fyrir augum vorum, ef þetta form hefir ekki

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.