Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1906, Side 72

Skírnir - 01.08.1906, Side 72
v264 ' Sturla Sighvatsson. Skirnir. En þess verður að gæta, á hvaða tímum hann lifðí og við hverja hann átti. Hann rauf sætt á Þorvaldssonum og lét taka þá af lífi, Þórð og Snorra. En þeir Þorvaldssvnir höfðu áður gert honum heim- sókn að Sauðafelli og ætluðu að »lita lokkinn hans Dala- Freys«, eins og þeir nefndu hann. Þótti þeirn verst að Sturla var ekki heima, og gengu fram af svo miklu grimdaræði, að fá dæmi eru slíks, eða engin, á þeirri grimdaröld, og söguritarinn kemst við, sem annars sjaldan ber á. »Þar var aumlegt at heyra til kvenna ok sárra manna« i skálanum, er þeir Þorvaldssynir höfðu ætt um og unnið á fólkinu varnarlausu í rekkjunum. Solveig húsfreyja hafði fyrir skömmu fætt barn, og gengu þeir að hvílu hennar »með brugðnum ok blóðgum sverðum« og hristu að henni og »sögðu at þar vóru þau vápn, er þeir höfðu litað lokkinn á honum Dala-Frey með. En íyrir alt saman, skapraun hennar ok sjúknað, þá brá henni nökkut við þvílik orð«. Það var þvi engin furða, þó að jafn skapstór maður og Sturla Sighvatsson gæti ekki stilt sig um að hefna fyrir slíkar tilgerðir, þegar honum gafst færi á, og það því fremur, sem hann þóttist viss um, að Þorvaldssynir mundu taka hann af lífi, hvenær sem þess yrði kostur. Og að ganga á gjörðar sættir gat engan veginn vaxið í augu vel trúuðum manni á þeim tímum, þar sem fullkunn- ugt var, að kirkjan gat gefið fullkomna lausn fyrir hvers konar svik og ódæði. Kirkjan seldi — dýru verði — sakleysi fyrir syndagjöld, og á þann hátt hlaut hún óbein- línis að hvetja til margra illræða, hversu mjög sem klerk- arnir prédikuðu á móti þeim í aðra röndina. Svo ófagrar sem eru aðfarir Sturlu -við Orækju Snorra- son, þá er þeim líka talsverð bót mælandi. Orækja kemur hvervetna fram sem hinn versti mað- ur, og eftir hugsunarhætti þeirra tíma hafði hann marg- faldlega fyrirgert lífi sínu.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.