Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1908, Page 2

Skírnir - 01.04.1908, Page 2
98 Konráð Gisláæon. á Arnarstapa fór heim og þangað til Brynjólfur Péturssoni kom til skjalanna. Lagasafnið mikla þeirra Jóns Sigurðs- sonar geymir þær þýðingar, og nóg er af þeim til bragð- bætis í Lagasafninu litla, sem ætlað er alþýðu, og er í margra höndum, Eg gríp úr miðju trogi orðabrot frá árinu 1831,. »áhrærandi útvíðkun til Islands af Vorri tilskipun af« þeim og þeim degi, um yfirvaldsályktun, sem á að birt- ast hlutaðeigendum »af siðvanalegum stefnuvottum á þann við dóma birtingar brúkanlega hátt«. — Þetta á Finnur. Fjórum árum síðar er »Fjölnir« kominn út rneðal almennings. Og árinu síðar, eða 1836, sitja þeir tveir að því að semja Skírni, þeir Jónas Hallgrímsson og Konráð Gíslason;. og þar eru þeir á einum stað að vandræðast yfir þvl meini, að Mexíkó-búar skuli ekki allir mæla á eina tungu, og skjóta þá að þeirri setningu: »Enn rnálið er innsigli guðs á tungu þjóðanna, og undir þessu innsigli eru ótal leyndardómar, sem aðrir út í frá geta ekM séð; og þessir leyndardómar eru einmitt málefni þjóðanna, sem þeim er sjálfum œtlað að skera úr; og þeir sem hafa eignast skynsemi og þrótt og samheldi og virðingu á sjálfum sér; hlíta ekki heldur öðrtmi að þrí«. Þjóðerni og tungu hafði verið svo hræðilega misboðið af hermenskuyfirgangi Napóleons, og þá eigi síður af skriffinsku-fúlmenskunni hjá Metternich og Bandalaginu »helga«. Júlíbyltingin franska 1830 losar um, og frelsis- þráin og þjóðernistilfinningin glæðist við frelsisstríð þjóð- anna beggja megin hafsins, og sárast snerta hjörtun harmar Pólverja. Þeir eru píslarvottar liins nýja siðar, og efla hann því mest. Þaðan andar vorblærinn suðræni og vestræni á íslenzka þjóðernisgróðurinn. Hvor þeirra, Jónas eða Konráð, á orðin sem í er vitnað, verður eigi sagt með vissu, öllu liklegra að Kon- ráð eigi meira í þeim. Svo gerir dr. Björ.n M. Olsen í æfisögu Konráðs í Tímariti Bókmentafélagsins 1891, að'

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.