Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1908, Side 10

Skírnir - 01.04.1908, Side 10
306 Konráð Gíslason. væri tíminn sinn að taka miðdegisblund. Þá vatt Konráð ■sér undir hann og hóf hann upp á klofbragði og kastaði honum yfir í legubekk í stofunni, og var Magnús þó all- mikill vexti. Konráð var og syndur vel, og hann barg einu sinni lífi Páls í Bessastaðatjörn. Allstórlyndur var Konráð og óvæginn. Hann barði, að sögn Páls, einhverju sinni á einum skólabróður sínum, og lektor karlinn sagði við hann: »Þú ert fauti, Konráð«. »Það má nú maður manni segja«, varð piltinum að orði, en Jón lektor þótti bráður. Konráð varð þykkju- þungur er aldur færðist yfir hann. »Maður á aldrei að fyrirgefa neitt«, hefir systurson hans eftir honum. Þeim huga var stefnt til Guðbrandar Vigfússonar. Osagt skal, hvort skap hans hefir mýkst síðasta áratuginn, er lífs- skoðun hans breyttist upp úr láti konunnar, hennar sakn- aði hann mikið, en þess varð Jón Þorkelsson, nú land- skjalavörður, var, að Konráð vildi gera honum það sem allra-áþreifanlegast, með svo alveg stakri elskusemi, að hann gyldi ekki í einu né neinu Guðbrandar. En Jón var Guðbrandi mjög nákominn og handgenginn. Konráð var lengst æfi ekki orðvar maður, og lét alt fjúka, og meinlegur var hann í kviðlingum og það við vini sína: »Hið ytra virtist sumum kalt«. — Svo kvað Grímur. Það eru tvennar sögurnar um það, hvernig Konráð einangraðist út úr hóp Islendinga. Steingrímur rektor hefir sagt mér, að hann muni ekki eftir Konráði á íslend- inga-samkomum þessi 20 ár eða betur, sem hann var í Höfn, nema í skilnaðarveizlu fyrir Kristjáni Kristjánssyni, er síðar varð amtmaður. Það mun hafa verið 1854. Það þótti nýlunda, að Konráð sótti það samsæti — þeir Krist- ján voru fornvinir. Þá mælir Jón Sigurðsson fyrir minni Konráðs, vel og vinsamlega sem vænta mátti, en Konráð þoldi ekki, af því að það var Jón, og greip fram í með ónotum og stökk á burt. En Bergur heitinn Thorberg sagði svo frá, að síðast er Konráð hafi setið veizlu með Islendingum, þá hafi verið mælt fyrir minni hans, og þegar hann hafi verið nefndur til í ræðunni, þá hafi einn

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.