Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1908, Page 13

Skírnir - 01.04.1908, Page 13
Konráð Gíslason. 109 nerna svo sjálfgefið, eftir eldri tizku, að ungi pilturinn þéraði móðurbróður sinn. Alt kemur niður á einum stað um það, að viljinn og framkvæmdar-krafturinn í þeim Fjölnismönnum var mest- ur og rétt allur þar sem Tómas var Sæmundsson. Páll gamli á þar eigi annað orð yfir um Tómas, en að hann var »ólmur maður«. Þetta skilst nú alt, er bréf hans eru kunn, en miklu síður áður. Og því var það að Indriði spurði einu sinni frænda sinn : »Var nú Tómas Sæmunds- son mikill maðar?« Konráð þagði um stund, og fast kvað hann að svarinu: »Heldur þótti okkur nú það«. Litt voru sóttir háskólafyrirlestrar Konráðs, og segir dr. Björn í æfisögunni, að hann hafi heldur bandað lönd- um frá, þeir græddu eigi á þeim. En hvað einmanaleg- ust var þó æfi Konráðs árin 4—5 hin efstu, er hann hafði látið af embætti. Guðmundur Þorláksson var þá mest hjá honum og yfir honum i banalegunni. Þegar kona Konráðs dó 1877 vissu fæstir landar af því, að minsta kosti veit eg ekki um almenna hluttöku þeirra við jarðarförina. Þegar Konráð var látinn, þá var efnt til veglegrar hluttöku við hans útför, og listinn kom fyrir augun á íslenzkum stórkaupmanni. Það stóð ekki á risnu og örlæti hjá þeim manni, en hann las og las: »Konráð Gíslason! — Hvaða maður var það?« Ekki var kyn, þótt Konráð væri gleymdur heima á Islandi, eftir 60 ára útlegð. Nú rís hann upp í huga þjóðarinnar, og fær sitt aldar- afmæli. Hann er einn af viðreisnarmönnum íslenzks þjóð- ernis, einn af mönnunum þeim, er fæddust upp úr dýpstu niðurlægingunni. Þ. fí.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.