Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1908, Page 24

Skírnir - 01.04.1908, Page 24
120 Marjas. Mér þótti lofið gott. — Hefir Grímur eitthvað hjálpað þér? Eg sagði honum samvizkusamlega, hverjum visuorð- um Grímur hefði skotið inn í. — Og hver er Ulfur óþveginn? sagði Jónas blíðlega. — Það átti nú eiginlega að vera þú. En eg gæti breytt sögunni og gert Úlf góðan. Eða þá ekki látið hann eiga við neinn sérstakan. — Einmitt það. Svo Úlfur óþveginn átti að vera eg? Hver á að vera skessan? — Skessan er Manga, sagði eg hróðugur. — Einmitt það. Svo skessan er Manga? sagði Jónas. Hann hafði lokið við að leysa heyið, og var farinn að láta í meisana. Mér fanst málrómur hans eitthvað ískyggilegur. Og mér fanst hann fara eitthvað svo hrana- lega með meisinn og heyið. Við þögðum báðir dálitla stund. Og eg fór að fikta við heynálina í einhveri vand- ræða-leiðslu. Þá harkaði eg af mér. — Um hvert leyti heldurðu, að þú gætir byrjað á marjasinum á sunnudaginn? sagði eg. — Um hvert leyti eg byrji á marjasinum á sunnu- daginn? Við skulum heldur tala um það, um hvert leyti þú verðir Tiýddur á sunnudaginn. Jónas var hás af vonzku. Og meisinn hrikti allur í höndunum á honum. — Eg? Hýddur . . . Ætlarðu að svíkja mig, Jónas? — Ef fóstri þinn fæst ekki til að hýða þig fyrir óþokkaskapinn, þá skal e g vita, hvort eg get ekki náð i þig . . . Annars er þarfiaust að vera að draga það. Jónas rykti frá sér meisnum. Eg hélt heynálinni fyrir framan mig báðum höndum. — Ef þú ætlar að fara að berja mig, þá rek eg hey- nálina í kviðinn á þér. Og þá geturðu séð, hvert þú fer eftir dauðann fyrir öll svikin! Jónasi féllust hendur. Eg gekk aftur á bak út úr hlöðunni og hélt heynálinni fram undan mér. Þá fleygði

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.