Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1908, Page 32

Skírnir - 01.04.1908, Page 32
128 Peningaverðið á Islandi. þessum verðlagsskrám, eru allar hinar sömu, sem nú eru í verðlagsskránum. En þegar litið er þessar gömlu verð- lagsskrár, er verðið á vörunum ótrúlega hátt, og stafar það af því, að verðið var ákveðið eftir gangverðinu á dönskum bréfpeningum, sem þá var ákveðið með úrskurði fyrir hvern ársfjórðung. Fyrir og um 1818 var gang- verðið á bréfpeningum ákveðið 375 rdl. sama sem 200 rdl. í silfri. 1818 verður gangverðið 250 móti 200 rdl. i silfri. Útgefendur Lagasafnsins segja um fyrstu ára verð- lagsskrárnar, að ytir höfuð sé ekki unt að sjá, eftir hverju gangverði á bréfpeningum þær séu reiknaðar. Vegna þess verða fyrstu verðlagsskrárnar í Lagasafninu alls ekki notaðar. En 1830 er gangverðið orðið fast ákveðið, 103 rdl. í bréfpeningum sama sem 100 rdl. í silfri. Verðlagið hér á landi er þá enn ákveðið eftir bréfpeningaverðinu, og ef eitthvað er fengist við verðlagsskrárverðið, verður að draga frá því 3 af hundraði, til þess að komast að silfur- verðlaginu. Þessir 3°/0 hafa verið dregnir frá verðlags- skrárverðinu 1830 hér á eftir. Að öðru leyti hefir meðal- verðið þá verið fundið á þann hátt, að það er reiknað út svo fyrir Suðuramtið, að verðið í öllum sýslunum er margfaldað með 5, og lagt við verðið í Skaftafellssýslum, og því sem út kemur er deilt með 6. Verðið í fjórum sýslunum í Norðuramtinu er margfaldað með 2, og lagt við verðið í Múlasýslunum, og því deilt með 3. Síðan er fengið meðaltal fyrir hvert amtið af þrem (Vesturamtið er alt í einni einustu verðlagsskrá); þau meðaltöl eru lögð sam- an og skift með þremur, og þá kemur út verðlagið 1830, þegar búið er að draga 3% Þ’á. Dölum og skildingum er svo breytt í krónur og aura eftir lögunum. Alveg sama aðferðin hefir verið höfð við verðlags- skrárnar 1850. En þá þarf ekki að draga frá 3% fyrir gangverðinu á bréfpeningum, því að þá eru bréfpening- arnir horfnir úr sögunni, og í stað þeirra eru komnir seðlar Þjóðbankans, sem eru innleystir hvenær sem krafist er. Fyrir því hafa þeir sama verð og silfrið.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.