Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1908, Side 59

Skírnir - 01.04.1908, Side 59
Leo Tolstoj. 155 Fyrsta meginreglan er þá þessi: þú skalt ekki r e i ð a s t. Skoðið þessa meginreglu frá hverju sjónarmiði sem vera skal, rannsakið hana á allar lundir, og þér munuð komast að raun um, að hún er í alla staði góð og gagn- samleg. Jafnvel líkamleg og stundleg vellíðan er að all- miklu leyti undir því koinin, að eftir henni sé lifað. Og þótt þér eigi með öllu fáið sneitt hjá reiðinni, þá forðist hana af fremsta megni og bælið hana niður; það mun bera yður margfaldan ávöxt. í öðru lagi: »Þér hafið heyrt að sagt var: Þú skalt ekki hórdóm drýgja; en eg segi yður, að hver sem lítur á konu með girndarhug, hefir þegar drýgt hórdóm með henni í hjarta sínu«. önnur meginreglan er þá þessi: Láttu eigi girndirnar ráða. Þar sem vér mennirnir erum að ýmsu leyti dýrslegs eðlis, fáum vér að líkindum aldrei til fulls upprætt girnd- ir vorar. En það, að vér erum breyskir og ófullkomnir, sannar eigi, að ráðið sé eigi holt og viturlegt. Hafðu því sem bezt taumhald á girndum þínum, þótt þú fáir eigi með öllu útrýmt þeim. I þriðja lagi: »Enn hafið þér heyrt, að sagt var við forfeðurna: þú skalt ekki vinna rangan eið, en þú skalt halda eiða þína við Drottinn. En eg segi yður, að þér eigið alls ekki að sverja . . . En ræða yðar skal vera: já, já; nei, nei«. Tolstoj leggur svofelda merkingu í þessa meginreglu: Seldu engum í hendur ótakmarkað vald yfir athöfnum þínum. Þú hefir skynsemina og samvizkuna til að leiðbeina þér í lífinu. Ef þú afneitar þeim leiðtogum og vinnur einhverjum jarðneskum leiðtoga hollustueið, — keisara eða konungi, forseta eða fyrirliða —, þá getur svo farið, að þeir bjóði þér einhvern tíma að fremja höfuðglæp, t. d. að drepa náunga þinn eða ættingja. í ávarpi sínu til

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.