Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1908, Page 80

Skírnir - 01.04.1908, Page 80
176 Ættarnijfn. Nei, eg ætlast til frekari aðgerða. Eg ætlast til að a 11 i r u n g i r m e n n, karlar og konur, þ e i r sem vilja að jafnrökrétt og hreint og tignar- legt mál, sem íslenzkan er, eigi sér samboðin mannanöfn, þá tegund þjóðernis, sem einna mest ber á, — eg ætlast til að þeir allir taki sér upp falleg og alíslenzk nöfn, sem gera má að ættarnöfnum. Það verða sjálísagt áður langt um líður valin miklu fleiri nöfn úr þessu kerfi, sem eg hefi bent hér á. Ur þeim á svo hver að geta valið, sem kann ekki nógu vel til sjálfur að fara rétt með nöfnin. Vandinn er ekki allur sá að fella niður föllin (eignarfallinu er oftast betra að halda, enda er það alstaðar gert); það verður að skeyta saman réttar rætur, hafa miskvæða frumrótina eftir því hver rótarsamstafa er höfð að endingu o. s. frv. Vafsturs- minst er að fá mönnum nöfnin sjálf í hendur — enda verður það gert. Það kunna ekki nema svo fáir að fara eftir reglum. Eg tel það engum skyldara en mér, að verða fyrstur til að taka upp nafn úr þessu kerfi. Ef kerfið kemst á, þá veit eg það er eina ráðið til að losa tunguna við ónefnin, forða henni undan fleirum, og auðga hana að öðrum fegri — teknum úr fórum hennar sjálfrar. Því vil eg feginn vinna að því, að sem flestir taki upp slík nöfn. Og eg skal byrja. Eg breyti nafninu: GuðmuncLur Jónsson í undirritað nafn. Og æski þess að verða ávalt hér eftir nefndur því heiti. Eg veit að fleiri koma á eftir. * * * Þjóðernið er j a. r ð v e g u r alls þjóðfélagsgróðrar. Það er eins og gróðurinn geti aldrei landvanist þar, sem sá jarðvegur er ófrjór. Og þar sem hann v a n t a r, þar ■er samfélaginu það ofnefni, að heita þjóð. En hitt þykir yfirburðamark hverrar þjóðar, að alt það gott, sem sáð er til í jarðvegi hennar, og komið er

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.