Skírnir - 01.01.1912, Qupperneq 3
Listin að lengja lífið.
3
Annað er það, sem linar alla gegn kuldanum, og það
er hvað vant er að hafa mikinn hita í herbergjum dag
og nótt. Það má heita óholt að hiti i herbergjum fari
fram úr 18° Celsíus á daginn, meðan setið er við vinnu.
Á nóttunni þarf enga upphitun, þótt mjög sé kalt, því að
sængurfötin hlífa manni nægilega og eins og áður er get-
ið, á svefnherbergisgluggi að vera opinn í hálfa eða heila
gátt eftir veðráttunni.
Það yrði of langt mál, að fara hér að tala um, hvern-
ig og úr hvaða efnum klæðnaðurinn skuli vera, til að
geta heitið hollur. Að eins nægir að benda á, að nær-
fatnaður ætti ætíð að vera úr ull. Ullarvefnaðurinn er
gljúpari en allur annar, og lykur því milli möskvanna
meira loft en annar vefnaður. Loftið er slæmur hitaleið-
ari. Þess vegna bezt skjól að þeim fatnaði, sem gljúpast-
ur er. Ennfremur leyfir ullin betur öðru svita og annari
útgufun frá líkamanum að komast burt. Loks er ullin
haldbetri.
í kulda og illviðrum er mjög áríðandi að klæða sig
vel og skynsamlega, því mörgum hefir klæðleysi komið á
kaldan klaka og orðið að heilsuspilli. I Skírni 1909, 4.
hefti, hefi eg í grein um »Að verða úti« ritað ýtarlegar
um, hvernig skuli klæða sig í stórhríðum, og vísa eg til
þess. Þegar um nokkurn verulegan kulda er að ræða,
er um að gera, að hervæðast þannig gegn honum, að hann
geti hvergi fengið sáran höggstað á manni. Nái kuldinn
að leika um einhvern illa varinn blett, þó ekki sé nema
annað eyrað, hönd eða fingur, þá er það nóg til þess, að
kuldinn gagntaki mann allan og valdi innkulsi.
Annað er það, sem er mjög varasamt, og það er að
standa í votu. Meðan maður er á gangi og heldur á sér
hita með göngunni, gerir vætan ekkert ilt, nema frost sé
mikið. En þegar sezt er að, með votar fætur, þá eyðist
svo mikill hiti frá fótunum við uppgufun vætunnar, að
líkaminn missir of mikinn hita eða verður fyrir ofkælingu,
sem kallað er, og er þetta gott dæmi hennar. Ofkæling
er vanalega fólgin í þessu, að líkaminn kólnar snögglega,
l*