Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1912, Page 4

Skírnir - 01.01.1912, Page 4
4 Listin að lengja lífið. meir en hann má, og séu þá einhverjar sóttkveikjur á sveimi, eins og t. d. kvefbakteríur, lunguabólgubakteríur eða aðrar, geta þær náð tökum á líkamanum og valdið þeirri sótt, sem þeim er eiginleg. Ofkælingarsjúkdómar eru tíðustu sjúkdómarnir og valda miklu óláni og illum afleiðingum í öllum löndum, en ekki sízt i kaldari löndunum. Þeir eru oft sjálflr mein- lausir, eins og kvef og inflúenza, en með því að þeir eru tiðir gestir hjá sumurn rnönnum og þar eð þeir veikja lík- amann gegn öðrum sjúkdómum, einkura tæringu, valda þeir miklu meira tjóni en margur heldur. Það má mikið verjast ofkælingu með hagfeldunr kiæðn- aði, og varúð gegn vætu og súgkulda. Sérstaklega þarf að vanda útbúnað um hálsinn, hendurnar og fæturna, þegar farið er út í kulda, því þetta eru öðrum fremur »snöggu blettirnir* á líkamanum. En allra bezta ráðið til að verjast ofkælingarsjúkdómum og illurn afleiðingunr þeirra er líJcamsherðing. 8. heilrœði: Líkamsherðing. Að herða líkamann gegn kulda og vosbúð og snögg- um breytingum hita og kulda er eitthvert öflugasta með- al, sem vér eigum, til að styrkja heilsuna. Flestir rnunu hafa lesið um lrinn danska heilsufræðing J. P. Múller, hvernig hann hefir vanið sig á að klæða sig úr öllum fötum úti i snjó og frosti og hvernig sem viðrar, til að iðka líkamsæfirrgar sínar, og svo um böð hans í ísköldu vatni. En J. P. Múller er ekki sá fyrsti, sem heflr fundið upp á þessu, heldur hafa menn í flestum löndum frá forn- öld kunnað þetta og öllum orðið gott af. Margur sjúk- lingurinn hefir rneð herðingu getað hrist af sér sjúkdóm sinn. öll heilsuhælismeðferð á tæringarsjúklingum geng- ur t. d. aðallega út á herðingu, með þvi að venja lungun við kalt og heilnæmt loft. Þau heilsuhæli hafa gefist einira bezt, sem bygð hafa verið þar sem mikill kuldi ríkir, eins og t. d. heilsuhælið í Davos í Sviss 10.000 fet yfir sjávar- mál. — Eins og áður er ritað, er það mjög sennilegt, að

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.