Skírnir - 01.01.1912, Blaðsíða 9
Listin að lengja lifið.
9
an er erfið og of mikið safnast fyrir af þeim, finnur lík-
aminn það á sér, segir til með þreytu og heimtar hvíld.
Fáist ekki hvíldin, er það skaðræði fyrir frumlurnar, og
líkaminn gefst upp. ef áfram er haldið í trássi við kröf-
ur hans.
Hvíldarþurfa erum við öll, en misjafnlega, eftir því
hvað við erum stór og sterk, en því miður er of sjaldan
tekið tillit til þessa. Margir húsbændur mundu fá meiri
arð af vinnu hjúa sinna, ef þeir íhuguðu, hvað mikla vinnu
má bjóða þeim að ósekju og hvað sum þeirra eru meira
hvíldarþurfa en önnur. —
En það eru viss úrgangsefni sem myndast við starf
frumlanna, sem verka þannig á heilann, ef þau fá að
safnast fyrir að vissu marki, að þau framleiða svefn. Þessi
úrgangsefni eru svefnlyf, sem líkaminn byrlar sér sjálfur,
og meðan þau eru að verka, á líkaminn að vera í næði.
Börn eiga að fá að sofa sem allra lengst þau geta. Full-
orðnum heilbrigðum starfandi mönnum er 8 tíma—9 tíma
svefn á sólarhring nægilegur; en gamalmenni komast af
með töluvert minna.
Eftirmáli.
Hér eru þá heilræðin upptalin og fljótt yíir sögu farið,
því auðvitað mætti fjölyrða langtum meira um hvert ein
stakt þeirra. En þetta verður að duga i þetta skifti.
Heilsugóðir vilja allir vera, en þá er að fylgja heil
ræðunum. Ottinn við sjúkdóma og þjáningar ætti að herða
á mönnuin til þess, því sá ótti er mikill hjá flestum, slag-
ar að líkindum hátt upp í þann ótta, sem margir hafa
fyrir eilífum kvölum í öðru lífi. Sú tillaga, sem færi fram
á að losa mannkynið við alla sjúkdóma, inundi vera ein
af þeiin fáu tillögum, sem mannkynið i heild sinni mundi
koma sér saman um að samþykkja, því þó að einhverjir
læknar yrðu henni mótfallnir, þá mættu þeir ekki við
margnum og mundu missa alla aðsókn fyrir gikks-
háttinn.