Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.01.1912, Qupperneq 10

Skírnir - 01.01.1912, Qupperneq 10
10 Listin að lengja lifið. Allir eigum vér að deyja, þrátt fyrir lækna og lækn- islyf. Ef heilsan bilar einu sinni alvarlega, er efasamt að hún fáist aftur. En enginn veit hvað átt heflr fyr en mist hefir og lífið verður ekki aftur tekið, eða eins og Akilles kemst að orði hjá Hómer: »Uxum og feitum sauð- um má ræna, þrífótum og styggum jörpum hestum má ná, en önd mannsins næst ekki aftur né fæst, þegar hún eitt sinn er liðin burt úr líkamanum«. Með vaxandi þekkingu á heilsufræði lærum vér bet- ur og betur að varast sjúkdómana. Það er önnur öld nú, en var fyrrum, þegar svarti dauði, kólera, bóla, holds- veiki og taugaveiki gengu viðstöðulaust yfir lönd og lýði. Allar þessar sóttir, og fleiri til, eru nú ekki lengur ægileg- ar eins og þá; við útbreiðslu þessara meinvætta hafa menn nú ráð undir hverju rifi, og margt mætti til tina, sem vér nú kunnum betur skyn á en forfeður vorir og sýnum það í verkinu. T. d. við íslendingar. Við þurfum ekki að fara lengra en til sjálfra vor til að sjá þetta. A síðari aldarhelmingi 19. aldar — þessari hálfu öld, sem er óviðjafnanleg í sögu vorri að því er snertir framfarir í öllum greinum — á því tímabili hefir meðalæfi manna hér á Islandi lengst um 24,6 ár, samkvæmt manntals- skýrslunum og útreikningi þeirra Indriða Einarssonar skrifstofustjóra og dr. Olafs Daníelssonar. í stað þess að 1850—1860 taldist svo til, að mannsæfin yrði að meðal- tali að eins 35,4 ár, var hún við síðustu aldamót eða á tímabilinu 1900—1905 orðin 61,8 ár. í Noregi er meðal- æfin rúmlega 60 ár og eru Norðmenn taldir langlifastir (að meðaltali) allra þjóða, sem skýrslur eru um. íslend- ingar virðast vera búnir að ná Norðmönnum í þessu og er það virðingarvert og mikill menningarvottur, að vér séum að komast í tölu með langlifustu þjóðum. Það sem veldur þessum miklu framförum hjá oss er margt, en einkum þetta: Það er meiri jafnaður á efnahag manna, þeim fátækari líður langtum betur en áður; af því leiðir aftur, að barnadauði er orðinn miklu minni en áður, og alls konar sóttir, sem stöfuðu af illri aðbúð, óhentugu og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.