Skírnir - 01.01.1912, Side 13
Listin að lengja lifið.
13
Heilsufræðinni fer stöðugt fram og með stórum skref-
um á seinni árum. Þess vegna eru margir fieiri en eg
svo bjartsýnir, að trúa því, að í framtíðinni muni mega
koma í veg fyrir fjöldamarga sjúkdóma, sem okkur núna
virðast illviðráðanlegir.
— Fyrir nokkrum árum fóru fram heitstrengingar
meðal ungra manna hér á Akureyri. Gamansamur ná-
ungi steig þá á stokk og strengdi þess heit, að lifa l
Jiundrað ár eða liggja dauður ella. — Vér skulum alls ekki
fortaka, að einhvern tíma í framtíðinni muní ungir menn
geta í alvöru stigið á stokk og strengt heit eitthvað svip-
að þessu, án þess að slá marga varnagla við, og verða
þó ekki að aðhlátri. —
Þeir tímar munu sjálfsagt koma, að farið verður að
prédika heilsufræði með jafnmiklum dugnaði og kristin
fræði hafa verið flutt öllum þjóðum, og þá fer ekki hjá
því, að hjá mönnum vakni jafnmikill, ef ekki meiri, áhugi
á að lifa heilsusainlega til að öðlast góða heilsu hérna
megin og nokkurn tíma hefir vaknað fyrir prédikanir
prestanna á að lifa í eilifri sælu hinum megin.
Hvergi í sögunni lesum vér um þjóð, sem lagt hefir
jafn mikið kapp á að styrkja og stæla likama æskumanns-
ins, eða með öðrum orðum á líkamsmentun, og Forngrikk-
ir. A vorum dögum komast Englendingar þeim næst.
Grikkir og Rómverjar höfðu að einkunnarorðum: »Mens
sana in corpore sano« (hraust sál í hraustum líkama). Og
það varð reynsla þeirra, að með því að æfa líkamann
sem mest í allri fimi og allskonar raunum, þroskaðist sál-
in jafnframt eins og af sjálfu sér. Við vitum líka nú, að
þroski heilans er bundinn við þroska vöðvanna og allra
líkamsparta, því hverjum einstökum líkamshluta samsvar-
ar viss lítill hluti heilans og er hvor öðrum nátengdur.
Raunin var ólýgnust hjá þessum gullaldarþjóðum, og sama
má segja um okkar frægu forfeður, því með likamsment-
uninni fylgdi fetum andleg mentun, sem ekki á sinn líka
fram á vora daga. Með líkamsmentuninni keptu Grikkir
að þvi að verða xaAot, y.’ayaffoi (sem eiginlega þýðir friðir