Skírnir - 01.01.1912, Síða 14
14
Listin að lengja lifið.
og hraustir, en samsvarar í rauninni því, sem forfeður
vorir kölluðu að vera »vel at sér görr«), en það var í
þeirra augum vegurinn til að verða uioð-sot, (guðum líkir).
Hómer lýsir dauða Hektors með þessum fögru orð-
um: »Þá sveif yíir hann algjör dauði, en sálin fór til
Hadesarheims, harmandi forlög sín, er hún þurfti að skilja
við þroskann og æskuna®.1) — Þessi orð lýsa vel hinni
næmu tilfinningu og smekk Forngrikkja fyrir fögrum og
vel-þroskuðum líkama. Líkaminn var að þeirra áliti veg-
legt musteri, sem sálin kunni vel við sig í og var leið
á að þurfa að skilja við. Páll postuli sagði lika: Þér
eruð musteri heilags anda, sem í yður býr.
Bæði Hómer og Páll hafa komist þar meistaralega að
orði. Og hvort sem vér trúum því, að sálin fari til Had-
esarheims eða til himnaríkis, þá er ekki nema alveg sjálf-
sagt, að vér eigum að stuðla að því af fremsta megni, að
líkaminn geti verið svo veglegt musteri, að sálin uni þar
hag sínum hið bezta og sjái sárt eftir að skilja við hann.
Steingrímur Matthiasson.
‘) Þýðing' Svb. Egilssonar á llionskviðu XXII. bls. 258. Með sömu
orðum fylgir Hómer Patroklus yfir í annan heim.