Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1912, Side 18

Skírnir - 01.01.1912, Side 18
18 Gröngu-Hrólfr. »Gesta abbatum Fontanellensium®1), Ademar frá Chaban- nais (er kallar Hrólf »Rosus«), og »Chronicon Nortmanno- rum« (sem kallar hann »Rodo«)2 * * * * *). Deili má jafnvel sjá til annarar arfsagnar fyrir sunnan sæ um upphaf Hrólfs, en þeirrar, sem Dúdó hefir skrásett, og kemur hún saman við norrænu frásögnina í aðalatriðunum. Enskur munkuiy Vilhjálmur að nafni, frá Malmesbury (f uál. 1142), er átti kyn sitt bæði á Englandi og í Norðmandí, ritaði sögu Engla- konunga snemma á 12. öld, og fer þar þeim orðum um uppruna Hrólfs, ættföður Rúðujarla, að hann hafi verið kominn af göfugri ætt i Noregi, sem gleymst hafi með tímalengdinni, og hafi konungur gjört hann útlægan, en sekir menn margir slegist í för með honum til að leita sér annara forlaga utanlands. Búast mátti við þvi, að slíkri sögu yrði lítt á loft haldið með jarlsættinni í Rúðuborg, að forfaðir hennar hefði orðið útlægur af ættjörðu sinni fyrir ránskap innanlands, sem mjög hart var tekið á í Normandí8), en líklega er saga Vilhjálms fremur runuin frá Normandí en Noregi. Það er því eigi ástæða til að taka frásögn Dúdós um ættmenn og æfiferil Hrólfs fram yfir innlendu arfsögnina frá Noregi og íslandi, þótt sú arfsögn sé síðar færð í let- ur, og skal hér drepið stuttiega á nokkur atriði því til skýringar, hvers vegna Danmörk og Danir hlutu að sitja í fyrirrúmi hjá þessum fyrsta sagnaritara Norðmenninga. ‘) Ritað nálægt miðri ll.'öld eftir munnmælum í I'ontanelle-klaustri getnr um burtför víkinga frá Krakklamii árið 842, sem Dúdó er ókunn- ugt um, og gjörir mikinn mun á ýmsum höfðingjum víkinga, er eyddu landið, og Hrólfi, er skifti því með mönnum sínum til búsetu. 2) Þetta rit setur Rodo í staðinn fyrir „Hunedeus11, sem samtiðarrit segja, að komið hafi til Signufljóts haustið 896 með 5 skip, en hverfur brátt eftir það úr sögunni, og gizkar Steenstrup á það (Norrn. I. 158), að Hrólfr hafi verið í för með honum og ef til vill frændi hans. Hafi „Hunedeus“ heitið á danska tungu Húnþjófr, sem S. Bugge heldur og líklegast er, þá horfir sú ætlan beinast við, að hann hafi verið frændi (sonar- eða dóttursonur ?) Húnþjófs konungs á Norðmæri, er féll við Sólskel (nálægt 865—67), og hefir hann þá verið úr átthögum Rögnvalds Mærajarls. Húnþjófr er fátitt nafn, og finst að eins í Moregi. (Sbr.- Ark. VI. 231). 8) Sbr. Norm. I. 337—41.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.