Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1912, Page 21

Skírnir - 01.01.1912, Page 21
Gimgu-Hrólfr. 21 af sumanburði G. Storms á samtíðarritum við sögu Diidós, að arfsögn Norðmenninga hefir verið búin að blanda þess- um herkonungum saman við Hrólf og eigna honum at- hafnir þeirra, er Dúdó setti rit sitt saman1). Kemur því Hrólfr til sögunnar hjá Dúdó miklu fyr en hans er getið í samtíðarritum, og er í rauninni alveg óvíst, hvaða sögur kunna upphaflega að hafa gengið í ætt Hrólfs um ætterni hans og uppruna og tildrögin til útfarar hans. Þessar sögur hafa augsjáanlega verið orðnar mjög ruglaðar og óglöggar, er Dúdó ritaði bók sína, og hann hefir skort flest skilyrði til að vera góður sagnaritari. Hann lætur yfirleitt söguefnið sitja á hakanum fyrir glæsilegu og íburðarmiklu orðfæri, og leggur alla stund á það, að gjöra sem mest úr forfeðrum Rúðujarla2). Hann var ekki af nor- rænu né dönsku bergi brotinn, og dvaldi að eins um stundarsakir í Norðmandí, svo að það er engin furða, þótt fróðleikur hans um upphaf Hrólfs og átthaga vikinganna væri í molum, þar sem hann er svo ófróður um sögu sinnar eiginnar þjóðar, að hann þekkir engan Frakka- konung á undan Karli einfalda (heldur slengir honum saman við Karl digra, eins og hann slengir Ebalus greifa í Poitou saman við Ebolus ábóta í París) og lætur Hin- rik (I.) konung á Saxlandi (f 936) eiga viðskifti við Fiakka árin 938—45, en Franco koma fram sem biskup í Rúðuborg löngu áður en Hrólfr tók við kristni, þótt liann yrði þar eigi biskup fyr en á ofanverðum dögum Hrólfs (sæti að stóli nál. 915—39), en sá biskup hét Wido, liðsmenn hans hafa eflaust slegist í lið með þeim Goðröði og Sigfröði, er fóru með mikinn víkingaher snður yfir Ermarsund árið 879, og herj- uðu þar árum saman. Þessi mikli her sat lengi um París (885—6), en fekk eigi unnið borgina, og herjaði síðan á ýmsum stöðum, ýmist á Erakklandi eða á Englandi (892—96), unz hann settist loks að við Signu- mynni með samþykki Erakkakonungs, og tók lönd í lén af honum. ‘) Krit. Bidr. f. 154—55, sbr. Freeman: Norman Conquest I. 164—5. Enski sagnfræðingurinn Freeman (Norman Conquest I. 147) segir að Dúdó hafi tekið þær (einar) sagnir til greina, er hirðin i Rúðuborg lét sér vel líka („simply repeats such traditions as were aceeptable at the Norman court“).

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.