Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1912, Side 22

Skírnir - 01.01.1912, Side 22
22 Gröngu-Hrólfr. er skírði víkingana (árið 912). Það var því beint að búast við, að hann slengdi öðrum víkingahöfðingjum saman við Hrólf, þar sem hann segir frá komu »mikla hersins« til Frakklands og hernaði hans þar í landi fyrstu árin eftir 879, enda má síðar sjá deili til þess, að hann hafl slengt Haraldi Danakonungi (blátönn) saman við Harald höfðingja í Bayeux og Sigtrygg konung (frá Suður-Jótlandi), er kom til Vallands 943. Þess ber líka vel að gæta, að Dúdó er með öllu ókunnugur landaskipun á Norðurlöndum. Hann slengir þeim saman við Dakíu (»Dacia«) milli Dunár og Theiss, kallar íbúa þeirra ýmist »Daci« eða »Dani« og talar þar um »há fjöll« (Karpatafjöllum slengt saman við Kjölinn?)1), enda nefnir hann í sambandi við Dani bæði Duná (»Danubius«) og Asóvshaf (»Palus Mæotis«) og ýms- ar þjóðir (Geta = Gota [eða Gauta?], Sarmata, Alana o. fl.) nálægt Svartahafl, sem hann heflr lesið um í latnesk- um ritum. — Eftir þessu sýnist enginn vegur til þess að s a n n a það af sögu Dúdós, að Hrólfr hafi fremur verið danskur en Norðmaður eða »frændi hans« Danakonungur fremur en Noregskonungur, því að um Noreg sem sérstakt ríki hefir Dúdó annaðhvort haft mjög óljósa eða alls enga hugmynd, sem sjá má af því, að meðal víkinga frá Norð- urlöndum (»Dacia«), sem komu til Vallands nálægt 963, nefnir hann í sama liðinu (eða sem samlanda) bæði »Dacigenæ« (Dani) og »Northguegigenæ« (Noregsmenn) og enn fremur »Hirenses« (Ira) og »Alani« (Alana)2), en getur annars hvergi Noregs né Noregsmanna né íra. ‘) Ef þessi lýsing stafaði frá endurminningum Norðmenninga um ættjörð forfeðra sinna, þá benti hún fremur til Noregs en Danmerkur. *) Þar sem Ira er getið í sambandi við þetta lið, er líklegast, að það hafi komið frá Bretlandseyjum (Irlandi, Suðureyjurn eða Norðimbra- landi). Mátti þá búast við, að Skotar væri lika við herförina riðnir, og hefir S.Bugge (N.hist. Tidskr. 1901, 50. bls. n. 4) getið til, að „Alani“ væri hór sett fyrir „Albani11 og átt við Skota, því að írar kölluðu Skot- land „Alba“ eða „Alban“. Eins og Dúdó gerði „Dacia« úr „Dania“ (Danmörk), gat hann gert „Alania11 úr „Alba(n)“.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.