Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1912, Page 26

Skírnir - 01.01.1912, Page 26
26 Gröngu-Hrólfr. þeira, en þá beitir hann brögðum, og svíkur þá í trygðum, ng lýkur svo, að borg þeirra (eða aðal-vígi)1) er unnin, »Gurim« fellur, en »Rollo« verður að flýja úr landi. Þessi »Gurim« eða Gormr er hinn eini af frændliði Hrólfs í »Dacia«, sem Dúdó kann að nafngreina, og er auðsætt, að hann hefir að eins haft mjög óljósar sagnir af þeim frændum, en það sem kemur heim við sögu Göngu-Hrólfs er þetta, að faðir Hrólfs gengur næst konungi að völdum og virðingu og eignast lönd fyrir utan ríkið, en sonur hans fellur í viðureign konungs við víkinga, og Hrólfr verður sjálfur að leita af landi burt. Með því að bæði Göngu-Hrólfr sjálfur og bróðir hans (Einarr) fara land- flótta fyrir sama konungi, þá er hér komið nóg tilefni til þess, að lik saga myndaðist um upphaf Hrólfs og útför, og sú er Dúdó hefir skrásett. Goðþorms- eða Gormsnafnið -er til í ætt Rögnvalds Mærajarls, en að það hafi getað geymst í Norðmandí fremur en Ivars- eða Einarsnafnið, verður skiljanlegt af því, að munnmæli á Frakklandi um víkingaherinn mikla hafa gjört Gorm (»Guðrum«) herkon- ung, er verið hafði helzti höfðingi hersins á Englandi fyrir 880, að fyrirliða víkinga þeirra, er sóttu suður til Flæmingjalands og Frakklands frá Englandi undir merkj- um þeirra Goðröðar2) (ý 885) og Sigfröðar (f 887), sem slengt hefir verið saman við Gorm og Hrólf. Gormr er látinn falla fyrir Frökkum (i orustu árið 881), þótt hann andaðist í raun réttri á Englandi (árið 890), og einn frakk- neskur rithöfundur (frá upphafi 12. aldar) kallar Gorm (»Gormont« eða »Gurmund«) frænda Hrólfs, og hefir nafn hans líklega vakað fyrir heimildarmönnum Dúdós, er þeir ') Víggirtar borgir liafa eigi verið til á Norðurlöndum á 9. öld. Þær koma upp á Englandi öndverðlega á 10. öld, og síðar á Saxlandi. *) Siðari tíma mnnnmæli kalla „Gruðrum11 stundum „Ctunter11 (Al. Bugge um „Havelok“ i AnO. 190S) og kemur það liklega af því, að honum hafi verið slengt saman við Goðröð (f 88f)J eða „Gundered11 (Gunnröð eða Goðröð) herkonug, er féll á Spáni árið 969, og virðist hafa áður herjað á Frakklandi (verið i vikingaliði, sem kom til fulltingis ■við Kikarð I. Káðujari um 963).

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.