Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1912, Page 29

Skírnir - 01.01.1912, Page 29
Göngu-Hrólfr. 29 hefir haldið fram, þá má nærri geta, að í liðið hafa ráð- ist ýmsar hersveitir annarsstaðar af Norðurlöndum, og snemma á 10. öld má sjá ýms óræk merki til þess, að Danir og Noregsmenn hafa barist undir sömu merkjum fyrir vestan h a f'). írskar árbækur, sem ritaðar eru samtíða viðburð- unum, en því miður of stuttorðar og sundurlausar, kalla norrænan herkonung á Norðimbralandi um 920: »ri Finn- gall & Dubhgall« o: konung Norðmanna og Dana* 2); sömu- leiðis hafa danskir og norrænir víkingar við England (nálægt 911?) norrænan konung yfir sér, og í bardögum vikinga frá Norðimbralandi við Englakonung 905 og 911 er getið um fall nokkurra »hölda«, en þeirrar stéttar er annars eigi getið annarsstaðar en í Noregi3). Síðan geta fornenskar árbækur Daoa og Norðmanna saman á Norðimbralandi4 *), enda leika engin tvímæli á því, að norrænir herkonungar af ætt Ivars í Dyflinni hafa öndverðlega á 10. öld lagt undir sig Norðimbraland, sem danskir konur.gar höfðu ráðið fyrir um síðasta fjórðung 9. aldarinnar. Hvað er þá á móti því, að norrænn jarlssonur hafi orðið foringi fyrir víkingahernum á Frakklandi, eftir að hinir dönsku herkonungar, er verið höfðu fyrirliðar hans (að minsta kosti að nafninu til, því að margir virðast hafa þótst jafn- snjallir)6) voru dottnir úr sögunni? Þá er vikingar sátu um París 885—86, virðist hafa safnast þangað ákaflega ‘) í það eina skifti, sem Dúdó minnist sérstaklega á ibúa Noregs (i herför fyrir snnnan sæ eftir miðja 10. öld), kemur það i ljós, að „Dacia“ tekur bjá honum yfir heimkynni vikinganna yfirleitt og Nor- egsmenn eru i bandalagi við Dani og tra (og „Alana“, hvort sem það á að tákna Skota, eða þjóð austur við Svartahaf?). Shr. Krit. Bidr. I. lðli. 214. 2) Norm. III. 19., sbr. Norm. III. t;4, n. 6 („ri Dubhgall & Finn- gall“). 8) Sbr. Norm. I. 62, 282, III. 91. 4) Krit. Bidr. I. 19., Norm. III. 90-91. 6) Sbr. Norm. I. 308 og II. 218. Þá er vikingar settust um Paris (885) er Sigfröðr talinn „foringi félaga sinna, þótt hann væri að eins konungur að nafni“ („solo rex verho sociis tamen imperitabat“).

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.