Skírnir - 01.01.1912, Page 35
Steinbíturinn.
Smásaga eftir Jón Trauata.
Maður er nefndur Páll steinbítur. Þér hafið líklega
ekki heyrt hans getið, kæri lesari, — eða hvað?
Eg veit ekki hvort hann heflr verið kunnur fyrir
utan Grundarfjörð, þar sem hann átti heima. En þar var
hann kunnur — og mest að illu.
Hvers vegna menn kölluðu hann steinbít, það er mér
leyndardómur enn í dag. Ef til vill hefir það verið af því,
að það var einhver steinbítskendur svipur á hökunni og
niðurandlitinu, eitthvað sem minti á samanbitnar vígtennur.
Auðvitað varð hann alt af vondur, þegar hann var
kallaður steinbítur svo að hann heyrði. Hann var nú kall-
aður það samt, og þeir, sem gerðu það, sögðu, að hann
væri þá vondur hvort sem væri. Fullorðnir menn köll-
uðu hann það ekki, nema þeir væru við því búnir að
mæta honum. Strákarnir hrópuðu það tíl hans, þegar
þeir voru nógu langt frá honum, svo að hann næði ekki
til þeirra.
En einmitt af því að honum var strið í því, var hann
kallaður það því oftar.
Annars get eg ekki verið að klípa utan af þeim
vitnisburði, sem algengastur var um Pál gamla, að hann
væri mesti fantur, mesti mannhundur i öllum greinum og
níðingur bæði við menn og skepnur. Þannig hafði hann
verið alla æfi sína og var nú orðinn gamall og geðvond-
ur ofan á alt annað.
í þokkabót var hann ófríður — allur beinastór og
luralegur, höfuðstór og harðneskjulegur á svipinn. Og þó