Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1912, Síða 36

Skírnir - 01.01.1912, Síða 36
36 Steinbiturinn stundum einhver smjaðurkend væmni í svip hans og fasi, sem fór illa í sambúð við steinbitshörkuna og geðvonskuna. Þó var eg alt af hálft í hvoru viss um það, að Páll gamli væri ekki fult eíns vondur, eins og hann væri sagður, og það áður en eg kyntist honum nánar. Eg var hræddur við hann. Að vísu hafði eg ekkert ilt til hans að segja; enda hafði eg aldrei stritt honum eða kallað hann steinbít. Eg þorði það ekki. En mér fanst hálfvegis von, að hann væri vondur, fyrst allir voru vondir við hann. En fjáraflamaður var hann. Duglegur eins og sjálfur skollinn, ófyrirleitinn og illvígur í viðskiftum og sveifst einskis í sjósókninni. Enda var hann vel efnaður maður. Hann bjó einn og vann einn að jafnaði, nema þegar hann tók sér háseta yfir sumarið, og stundum léttidreng fram eftir vetrinum. Húsið hans stóð við bótina fyrir utan Stafnes. I öðrum enda þess niðri var bæli hans af- þiljað og ekki sem þrifalegast. Alt annað rúm niðri var ætlað salti og saltfiski. Kerlingar-skrifli, sem hann hafði fyrir ráðskonu, svaf uppi á lofti — innan um kippur af veiðarfærum og alls konar útgerðardóti. Þetta var heimilið. Þannig hafði það verið alla þá tíð, sem eg mundi eftir. Páll steinbítur var einu sinni húsbóndi minn. Eg var engin afburða-hetja í þá daga, 15 ára vesa- lingur, kraftalítill og lingerður. Foreldrar mínir höfðu lánað karlinum mig til þess að stunda með honum lóðfiski í firðinum um haustið og fram eftir vetrinum. Um hvaða kaup var samið fyrir mig, veit eg ekki. Það fór á milli föður míns og Páls gamla. Mér kom það ekkert við. Drengir á mínu reki, sem verið höfðu hjá Páli, létu þannig af vistinni, að engan fýsti þangað. Eg fór þangað há-grátandi, en mátti til. Og fyrstu nóttina, sem eg svaf inni hjá honum, var mér svipað innanbrjósts eins og eg
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.