Skírnir - 01.01.1912, Qupperneq 36
36
Steinbiturinn
stundum einhver smjaðurkend væmni í svip hans og fasi,
sem fór illa í sambúð við steinbitshörkuna og geðvonskuna.
Þó var eg alt af hálft í hvoru viss um það, að Páll
gamli væri ekki fult eíns vondur, eins og hann væri
sagður, og það áður en eg kyntist honum nánar. Eg var
hræddur við hann. Að vísu hafði eg ekkert ilt til hans
að segja; enda hafði eg aldrei stritt honum eða kallað
hann steinbít. Eg þorði það ekki. En mér fanst hálfvegis
von, að hann væri vondur, fyrst allir voru vondir við
hann.
En fjáraflamaður var hann. Duglegur eins og sjálfur
skollinn, ófyrirleitinn og illvígur í viðskiftum og sveifst
einskis í sjósókninni. Enda var hann vel efnaður maður.
Hann bjó einn og vann einn að jafnaði, nema þegar
hann tók sér háseta yfir sumarið, og stundum léttidreng
fram eftir vetrinum. Húsið hans stóð við bótina fyrir
utan Stafnes. I öðrum enda þess niðri var bæli hans af-
þiljað og ekki sem þrifalegast. Alt annað rúm niðri var
ætlað salti og saltfiski. Kerlingar-skrifli, sem hann hafði
fyrir ráðskonu, svaf uppi á lofti — innan um kippur af
veiðarfærum og alls konar útgerðardóti.
Þetta var heimilið. Þannig hafði það verið alla þá
tíð, sem eg mundi eftir.
Páll steinbítur var einu sinni húsbóndi minn.
Eg var engin afburða-hetja í þá daga, 15 ára vesa-
lingur, kraftalítill og lingerður.
Foreldrar mínir höfðu lánað karlinum mig til þess
að stunda með honum lóðfiski í firðinum um haustið og
fram eftir vetrinum. Um hvaða kaup var samið fyrir
mig, veit eg ekki. Það fór á milli föður míns og Páls
gamla. Mér kom það ekkert við.
Drengir á mínu reki, sem verið höfðu hjá Páli, létu
þannig af vistinni, að engan fýsti þangað. Eg fór þangað
há-grátandi, en mátti til. Og fyrstu nóttina, sem eg svaf
inni hjá honum, var mér svipað innanbrjósts eins og eg