Skírnir - 01.01.1912, Page 38
38
Steinbítnrinn.
Ef lóðirnar voru illa flæktar saman, skar hann alla
flækjuna úr nágranna-lóðinni og dró hana inn í sinn bát,
á.samt aflanum, en slepti svo endunum út í sjóinn. Það
kom fyrir, að þeir, sem lóðir áttu nálægt honum, drógu
upp báða stjórana og dálitla lóðarbúta við hvorn þeirra,
en alla miðlóðina vantaði — og allan aflann.
Heima greiddi Páll úr flækjunni í næði, og bætti svo
lóðarspottanum, sem hann hafði náð frá náunganum, inn
í s i n a lóð. Það gat komið uggi á þann spottann eins
og hina!
Og aflalaus kom Páll aldrei að landi — nema einu sinni.
Aldrei gleymi eg þeim, þessum yndislegu, kyrru
tunglskinsnóttum, með hægu frosti, þegar verið var að
fiska ýsuna í firðinum.
Fjörðurinn var alveg spegil-sléttur, hvergi bára, hvergi
svo mikið sem gári á sjónum. Það var erfitt að sjá tak-
mörk lands og sjávar, því að alt raun saman i fljótandi
speglunum og endurspeglunum.
Fjöllin voru al-hvít, með dökkum rákum fyrir hamra-
beltunum og helbláum giljaskuggum. Þau slógu hvítu
tunglskininu ofan á fjörðinn, og fjörðurinn kastaði því til
baka á þau sjálf. Hæst uppi runnu þau saman við hvít
skýin, svo að varla sást skil á. Yfir öllu svam hin há-
heimspekilega ásýnd tunglsins í stjörnutindrandi himin-
blámanum.
Og líta þá út fyrir borðstokkinn á meðan verið var
að draga upp lóðina! — Svo langt sem augað eygði niður
í flöskugrænt djúpið glytti í silfur-blikandi ýsur. Þær
syntu rólegar í kringum lóðarstrenginn, svo langt frá
honum, sem öngultaumurinn náði. Það var eins og stöng-
ull af undarlegum sægróðri, með hvítum blöðum, sem
blöktu til í 8traumnum, teygði sig frá botninum upp að bátn-
um. Efsta ýsan var við borðstokklnn. Hreistrið á henni
skein og tindraði í tunglsljósinu. Þaðan var röðin riiður
á við, 10—20 sveimandi, hvítir skildir í sjónum, alt af