Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1912, Blaðsíða 38

Skírnir - 01.01.1912, Blaðsíða 38
38 Steinbítnrinn. Ef lóðirnar voru illa flæktar saman, skar hann alla flækjuna úr nágranna-lóðinni og dró hana inn í sinn bát, á.samt aflanum, en slepti svo endunum út í sjóinn. Það kom fyrir, að þeir, sem lóðir áttu nálægt honum, drógu upp báða stjórana og dálitla lóðarbúta við hvorn þeirra, en alla miðlóðina vantaði — og allan aflann. Heima greiddi Páll úr flækjunni í næði, og bætti svo lóðarspottanum, sem hann hafði náð frá náunganum, inn í s i n a lóð. Það gat komið uggi á þann spottann eins og hina! Og aflalaus kom Páll aldrei að landi — nema einu sinni. Aldrei gleymi eg þeim, þessum yndislegu, kyrru tunglskinsnóttum, með hægu frosti, þegar verið var að fiska ýsuna í firðinum. Fjörðurinn var alveg spegil-sléttur, hvergi bára, hvergi svo mikið sem gári á sjónum. Það var erfitt að sjá tak- mörk lands og sjávar, því að alt raun saman i fljótandi speglunum og endurspeglunum. Fjöllin voru al-hvít, með dökkum rákum fyrir hamra- beltunum og helbláum giljaskuggum. Þau slógu hvítu tunglskininu ofan á fjörðinn, og fjörðurinn kastaði því til baka á þau sjálf. Hæst uppi runnu þau saman við hvít skýin, svo að varla sást skil á. Yfir öllu svam hin há- heimspekilega ásýnd tunglsins í stjörnutindrandi himin- blámanum. Og líta þá út fyrir borðstokkinn á meðan verið var að draga upp lóðina! — Svo langt sem augað eygði niður í flöskugrænt djúpið glytti í silfur-blikandi ýsur. Þær syntu rólegar í kringum lóðarstrenginn, svo langt frá honum, sem öngultaumurinn náði. Það var eins og stöng- ull af undarlegum sægróðri, með hvítum blöðum, sem blöktu til í 8traumnum, teygði sig frá botninum upp að bátn- um. Efsta ýsan var við borðstokklnn. Hreistrið á henni skein og tindraði í tunglsljósinu. Þaðan var röðin riiður á við, 10—20 sveimandi, hvítir skildir í sjónum, alt af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.