Skírnir - 01.01.1912, Qupperneq 39
Steinbiturinn.
39
daufari og bláhvítari, eftir því sem neðar dró í djúpið,
þar til alt rann saman í blágrænum sorta niður við botn-
inn. Hver ýsan eftir aðra hlunkaðist blýþung inn í bát-
inn. Þar lá hún stein-þegjandi og hreyfingarlaus, reyndi
ekki einu sinni að sprikla með sporðinum. Rann að eins
yfir sleipa skrokkana á systrum sinum, sem fyrir voru,
þangað sem vel fór um hana. Þar lá hún rótlaus og
varð vel við dauða sínum.
Hver ýsan rak aðra inn i bátinn, hver hlunkurinn
annan, svo þungur og stór, að báturinn skalf við. En
alt af var nóg utanborðs.
Ef til vill þurfti í land frá hálf-dreginni lóðinni til
að afferma.
Þetta »einu sinni« kom fyrir, þegar Jónas í Nausta-
vík komst á fætur á undan Páli.
Jónas í Naustavík var argasti óvinur hans. Hann
var aflamaður á við hann og jafnvel meiri, og það var
hann, sem oftast erti Pál með steinbíts-nafninu.
Við sáum til Jónasar kvöldið áður. Hann lagði lóð-
ina sína fáeina faðma frá okkar lóð, ofurlítið utar í firðinum.
Hitt vissi eg ekki fyr en löngu, löngu seinna, að
Jónas hafði skotið hnísu fyrir fám dögum og beitti alla
lóðina sína með úldnum hnísugörnum. Það er tálbeita
fyrir ýsuna. Þegar sú beita er í sjónum, lítur hún ekki
við öðru.
Það var skiljanlegt, að Jónas vildi ná í lóðina sína
á undan Páli að þessu sinni. Enda var hann kominn
fram á fjörð áður en við komum á fætur — klukkan 3
um nóttina.
Eg gleymi ekki steinbíts-svipnum á Páli þegar hann
sá það. Við vorum ekki lengi úr landi út að duflinu okkar.
Jónas dró lóð sina örskamt frá okkur. Tveir drengir
á aldur við mig voru á bát með honum og andæfðu. Það
var ýsa á hverjum öngli hjá honum.
En þegar Páll var búinn að draga upp stjórann, brá
svo kynlega við, að ekki sást ein einasta ýsa á lóðinni